Framherjinn Þorbjörn Atli Sveinsson hefur ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla félag Fram frá Fylki og mun Fram borga 210 þúsund fyrir leikmanninn eins og við greindum frá á sunnudaginn. Við höfðum samband við Þorbjörn Atla og spurðum hann nokkurra spurninga út í vistaskiptin.
Hversu langur er samningurinn hjá Fram? Við byrjum á því að taka eitt ár í einu.
Hvernig kom það upp að þú færir til Framara á ný? Ég hafði áhuga að fara aftur í það félag sem hjarta mitt slær hjá.Þegar ljóst var að áhuginn væri gagnkvæmur voru hlutirnir fljótir að gerast.
Hvernig fannst þér þetta ár sem þú varst hjá Fylki? Mjög fínt,en mér hefði kannski mátt ganga betur inná leikvellinum. Fylkir er vel rekinn og góður klúbbur með dygga stuðningsmenn,þeir eiga hrós skilið sem standa að klúbbnum.
Sérðu einhver merki þess að Fram muni ganga betur á næstu leiktíð en undanfarin ár? Já,ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni ganga betur á næsta ári. Við ætlum að láta verkin tala og ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar.
Ertu í mjög góðu formi eða eru einhver meiðsli að plaga þig? Ég er byrja að æfa eftir jólafrí og er þokkalega heill eins og staðan er í dag.
Ertu búinn að fá treyjunúmer hjá Fram? Nei,ætli það komi ekki í ljós á næstu dögum.
Er búið að setja þér eitthvað markmið varðandi markaskorun hjá Frömurum næsta sumar? Ég set mér markmið að vera heill,ef það gengur eftir ætla ég mér að vera með markahæstu mönnum.
Athugasemdir