Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 09. október 2016 21:41
Magnús Már Einarsson
Laugardal
Alfreð: Adrenalínið stjórnaði fagninu
Icelandair
Alfreð fagnar í kvöld.
Alfreð fagnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var þægilegur sigur ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Alfreð Finnbogason sáttur eftir 2-0 sigurinn á Tyrkjum í kvöld. „Við vorum að opna þá vel og leikplanið gekk mjög vel. Það er alltaf gaman að skora, sérstaklega fyrir landsliðið."

Alfreð fagnaði markinu með því að taka nokkur dansspor út við hornfána.

„Þetta var in the moment. Þetta var ekkert planað. Við vorum nýbúnir að skora og svo skoruðum við aftur. Adrenalínið stjórnaði þessu og það var ekkert á bakvið þetta," sagði Alfreð en ætlar hann að endurtaka þetta fagn? „Við sjáum hvernig viðtökurnar verða, kannski verður þetta mánaðarlegur viðburður."

Alfreð fékk fleiri góð færi í leiknum í kvöld og þá sérstaklega þegar hann slapp í gegn skömmu áður en hann skoraði. Varnarmaður náði þá að elta hann uppi. „Ég ætlaði að kötta inn á hægri og sá ekki gæann. Ég hafði minni tíma en ég áttaði mig á."

Alfreð hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni eftir að hafa verið mikið á bekknum á EM í sumar. „Stundum þarftu að bíta í súrt epli og ég þurfti lengi að sætta mig við það. Þá er að nýta tækifærið þegar það kemur og mér finnst ég hafa gert það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar talar Alfreð meðal annars um meiðsli sem urðu þess valdandi að hann fór af velli í síðari hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner