fös 14. október 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Theodór Elmar spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Elmar fagnar marki gegn Tyrkjum.
Elmar fagnar marki gegn Tyrkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar spáir jafntefli hjá Liverpool og Man Utd.
Elmar spáir jafntefli hjá Liverpool og Man Utd.
Mynd: Getty Images
Davíð Þór Viðarsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Theodór Elmar Bjarnason spáir í leikina að þessu sinni. Elmar átti frábæran leik þegar Ísland sigraði Tyrki 2-0 á sunnudag.



Chelsea 2 - 0 Leicester City (11:30 á morgun)
Hvorugt liðið verið sannfærandi og þurfa nauðsynlega á sigri að halda, Chelsea með meiri gæði og vinna.

Bournemouth 1 - 1 Hull City (14:00 á morgun)
Erfiður leikur að tippa á, þannig ég set bara solid 1-1 í opnum leik.

Arsenal 1 - 2 Swansea City (14:00 á morgun)
Gegn rökréttri hugsun, ég vil bara ekki tippa gegn mínum manni Gylfa að því þá vil ég ekki hafa rétt fyrir mér. Plús það koma Swansea með nýjan þjálfara sem gefur alltaf boost til að byrja með. Gylfi með annað markið.

Manchester City 3 - 2 Everton (14:00 á morgun)
City eru aðeins of sterkir fyrir Everton sem hafa byrjað mjög vel og verið skemmtilegir.

Stoke City 1 - 1 Sunderland (14:00 á morgun)
Annaðhvort þetta eða galopinn league 1 týpu leikur sem endar 4-3 eða eitthvað. Held mig samt við 1-1.

West Bromwich Albion 0 - 3 Tottenham (14:00 á morgun)
West Brom hafa verið allt í lagi, en lenda í skell um helgina.

Crystal Palace 1 - 2 West Ham United (16:30 á morgun)
Kominn tími á að West Ham rífi sig í gang, Payet fer fyrir sínum mönnum og setur 2.

Middlesbrough 0 - 1 Watford (12:30 á sunnudag)
Watford eru með fínasta lið og þeir mæta Middlesbrough sem hafa ekki verið sannfærandi. Boring 0-1.

Southampton 0 - 1 Burnley (15:00 á sunnudag)
Burnley mætir til að sækja stig og verjast aftarlega, en Jói cuttar inná vinstri og setur hann í lokin.

Liverpool 2 - 2 Manchester United (19:00 á mánudag
Þetta verður jafn leikur eins og oftast þegar þessi lið mætast, stórmeistara jafntefli niðurstaðan.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner