Real Madrid hafa staðfest að liðið hafi náð samningi við Liverpool um kaupverðið á spænska landsliðsmanninum Fernando Morientes. Kaupverðið er 6,3 milljónir punda og er talið að hann skrifi undir þriggja og hálfs árs samning.
Morientes fer í læknisskoðun á morgun og ef næst að tilkynna félgagaskiptin fyrir miðnætti annað kvöld er hann löglegur um helgina með Liverpool gegn Manchester United.
Liverpool munu borga 5,5 milljónir punda í upphafi en kaupverðið gæti hækkað eftir ákveðnum klásúlum sem tengjast fjölda leikja og fleira.
Eftirfarandi tilkynning birtist á heimasíðu Real Madrid nú í hádeginu: "Real Madrid og Liverpool hafa náð samkomulegi um kaupin á Fernando Morientes til enska liðsins fyrir samtals 6,3 milljónir punda.
Seinnipartinn í dag fer leikmaðurinn til Liverpool þar sem han gengst undir læknisskoðun í fyrramálið. Liðið getur einnig stðafest að leikmaðurinn ásamt Emilio Butragueno og Arrigo Sacchi muni halda blaðamannafund til að tilkynna brottför hans frá liðinu."
Athugasemdir