Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   sun 23. október 2016 20:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kjartan Henry: Þjálfarinn hlær og öskrar allan daginn
Kjartan í baráttunni.
Kjartan í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Íslendingabarátta. Kjartan og Björn Daníel Sverrisson.
Íslendingabarátta. Kjartan og Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Getty Images
Bo Henriksen er ansi skrautlegur á hliðarlínunni.
Bo Henriksen er ansi skrautlegur á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Nýliðar Horsens í dönsku úrvalsdeildinni hafa verið að gera góða hluti og eru í sjötta sæti af fjórtán eftir fjórtán umferðir. Með liðinu spilar íslenski sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason en hann spjallaði við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu í gær.

„Það hefur gengið framar vonum. Við erum nýliðar í deildinni og vissum í rauninni ekki hvað við vorum að fara út í. Við höfum mun minna fjármagn en önnur félög í deildinni og spilum leikstíl sem er ekki ósvipaður og hjá íslenska landsliðinu. Það er erfitt að brjóta okkur niður og við erum duglegir að verjast. Svo skorum við alltaf," segir Kjartan.

Á dögunum var fjallað um að Kjartan væri með besta markameðaltalið í deildinni. Honum hefur gengið vel í markaskorun þó hann hafi oft byrjað á bekknum.

„Það er jákvætt að maður sé að skora mörk. En það er ástæða fyrir þessu (takmörkuðum spiltíma). Ég tábrotnaði í lok síðasta tímabils og þá kom stutt hlé. Ég byrjaði aðeins of snemma á nýju tímabili og fór í myndatöku, þá var táin enn brotin. Ég hef ekki alveg getað æft en þetta er allt að koma núna og ég hef byrjað í tveimur leikjum í röð,"

Fjölskyldan mjög ánægð
Kjartan fór upp með Horsens úr dönsku B-deildinni, 1. deildinni, á síðasta tímabili. Hann segir að það sé að mörgu leyti erfiðara í þeirri deild en þeirri efstu.

„Það er auðvitað munur á umfjöllun og áhorfendafjölda en við höfum talað um það strákarnir að það er ekki það mikill munur á fótboltanum. Sumir tala jafnvel um það að 1. deildin sé erfiðari, það er meiri líkamleg barátta og menn hafa minni tíma á boltanum. Þá eru aðstæður erfiðari. Við erum að spila fínan fótbolta og höfum sýnt að þetta er ekki miklu flóknara en í 1. deildinni," segir Kjartan sem er samningsbundinn Horsens út næsta tímabil.

„Við erum svakalega ánægð hérna fjölskyldan, ég er ekki að hugsa út í annað en að vera áfram meðan vel gengur. Eftir að maður hefur prófað að spila í dönsku úrvalsdeildinni þá vill maður vera þar,"

Sirkus á hliðarlínunni
Þjálfari Horsens er Bo Henriksen sem spilaði sem sóknarmaður á Íslandi 2005 og 2006, fyrra sumarið með Fram og Val og seinna tímabilið með ÍBV. Bo hefur vakið mikla athygli á hliðarlínunni enda gríðarlega líflegur.

„Hann er stórskrítinn og það tók sinn tíma að „ná honum" og hvernig týpa hann er. Hann er sálfræði-týpa og leggur áherslu á að það sé gaman og allir hamingjusamir. Hann gerir ekkert annað allan daginn en að hlæja og öskra. Hann gefur mikla orku frá sér og við höfum komist langt á því að hann sé öskrandi eins og bjáni á hliðarlínunni og að fá menn upp á móti sér. Það er ótrúlegt hvað það drífur mann langt," segir Kjartan um þjálfara sinn.

„Hann fær okkur til að leggja extra mikið á okkur. Ég hef lært helling og hef aldrei á ævinni þurft að hlaupa eins mikið. Hann gerir miklar kröfur til leikmanna og sérstaklega framherjana. Við erum tveir og eigum að dekka fjóra í hinu liðinu og elta þá alveg niður á endalínu. Ég hef bætt mig í því að vinna betur fyrir liðið og gefa 110% í alla leiki."

„Hann er smá sirkus. Hann er er að njóta í botn og sérstakri myndavél sem er beint að honum heilu leikina. Hann er að velta sér um og fara niður á hnén. Það er smá athyglissýki í honum en það er bara gaman að því," segir Kjartan Henry léttur.

Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner