Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segist vera orðinn mjög þreyttur á að búa á Lowry hótelinu í Mancester.
Mourinho hefur búið á hótelinu síðan hann tók við United í sumar en hann er ennþá í leit að heimili í Manchester.
Ljósmyndarar sitja fyrir Mourinho á hótelinu og Portúgalinn er orðinn mjög þreyttur á því.
Mourinho hefur búið á hótelinu síðan hann tók við United í sumar en hann er ennþá í leit að heimili í Manchester.
Ljósmyndarar sitja fyrir Mourinho á hótelinu og Portúgalinn er orðinn mjög þreyttur á því.
„Þetta er hörmung fyrir mig því stundum vil ég fara út að labba og ég get það ekki. Ég vil bara labba yfir brúna og fara á veitingastað en ég get það ekki. Ég get samt látið senda mat til mín og ég geri það stundum," sagði Mourinho en fjölskylda hans býr ennþá í London.
„Raunveruleikinn er sá að dóttir mín verður 20 ára í næstu viku og sonur minn verður 17 ára eftir nokkra mánuði. Þau eru búin að koma sér fyrir. Þau eru í háskóla í London, fótbolta í London og eiga vini þar."
„Þau eru á aldri þar sem þau geta ekki elt mig eins og þau gerðu áður. Í fyrsta skipti býr fjölskyldan á sitthvorum staðnum."
Athugasemdir