Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   mán 31. október 2016 21:10
Jóhann Ingi Hafþórsson
Jeppe Hansen skrifar undir hjá Keflavík (Staðfest)
Danski framherjinn Jeppe Hansen hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík.

Daninn, oft kallaður Jeppinn, kemur til félagsins frá KR en þar á undan spilaði hann með Stjörnunni en þar varð hann Íslandsmeistari árið 2014 og skoraði hann sex mörk í níu leikjum það tímabil.

Hann skoraði alls 18 mörk í 44 leikjum hjá Stjörnunni. Daninn fékk hins vegar lítið að spila í sumar og fór hann að lokum til KR en Hólmbert Aron Friðjónsson fór í hina áttina.

Hansen gekk ekki sérlega vel hjá KR en hann skoraði aðeins eitt mark í tíu leikjum í Vesturbænum og hefur hann því skorað 19 mörk í 54 leikjum hér á landi.

Keflavík ætlar sér stóra hluti í Inkasso deildinni á næsta ári en þeim mistókst að komast upp í Pepsi-deildina í ár eftir að hafa fallið í fyrra og verður Jeppe að öllum líkindum lykilmaður í þeirri baráttu.

Guðlaugur Baldursson var ráðinn sem þjálfari Kelfavíkur fyrr í mánuðinum og eru Keflvíkingar eflaust orðnir spenntir fyrir næsta sumri.
Athugasemdir
banner
banner
banner