Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. nóvember 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Siggi Hall spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Siggi Hall (annar frá vinstri) eftir fyrsta þáttinn í Ísskápastríði.
Siggi Hall (annar frá vinstri) eftir fyrsta þáttinn í Ísskápastríði.
Mynd: Instagram
Arsenal vinnur Lundúnarslaginn samkvæmt spá Sigga.
Arsenal vinnur Lundúnarslaginn samkvæmt spá Sigga.
Mynd: Getty Images
,,Að mínu mati er Gylfi besti fótboltamaður Evrópu og hann skorar annað markið.
,,Að mínu mati er Gylfi besti fótboltamaður Evrópu og hann skorar annað markið.
Mynd: Getty Images
Hans Steinar Bjarnason var með fimm rétta þegar hann spáði í enska boltann um síðustu helgi.

Kokkurinn góðkunni Siggi Hall spáir í leikina að þessu sinni en hann er dómari í sjónvarpsþættinum Ísskápastríðið sem hóf göngu sína á Stöð 2 í vikunni. Siggi hefur verið Manchester United maður í gegnum tíðina.

„Einu sinni var ég mikill United maður en svo fóru þeir að verða svo leiðinlegir að ég nennti varla að halda með þeim," sagði Siggi við Fótbolta.net.

„Ég hef miklar áhyggjur af United. Það er einhver brekka bæði hjá Mourinho og Zlatan sem þarf að komast í gegnum. Þeir þurfa að hugsa sinn gang og komast upp á lappirnar aftur. Ef þetta smellur saman þá verður þetta helvíti flott."

„Mér finnst Zlatan vera æðislegur og hann og Rooney þurfa að detta inn. Mourinho er góður þjálfari finnst mér. Þó að hann sé hundleiðinlegur á tíðum og geri vitleysur þá getur þetta orðið hörkulið hjá honum ef hann gerir þetta almennilega."



Manchester City 4 - 0 Middlesbrough (15:00 á morgun)
City vinnur þetta auðvitað. Það segir sig sjálft.

West Ham 3 - 0 Stoke (15:00 á morgun)
West Ham bakar Stoke. Ég þoli ekki Stoke.

Burnley 1 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Jóhann Berg skorar sigurmarkið.

Bournemouth 0 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Þetta verður hundleiðinlegur leikur.

Chelsea 2 - 0 Everton (17:30 á morgun)
Sannfærandi sigur hjá Chelsea. Hazard skorar annað markið.

Arsenal 3 - 1 Tottenham (12:00 á sunnudag)
Það er eitthvað í Arsenal sem gerir það að verkum að þeir sigra. Özil markið í vikunni sýnir hvað Arsenal eru ógeðslega góðir og þeir vinna þennan leik.

Hull - Southampton (14:15 á sunnudag)
Ég hef komið til Hull í eldgamla daga og Hull vinnur þennan leik. Ég veit ekkert hvernig.

Liverpool 3 - 0 Watford (14:15 á sunnudag)
Mér líst mjög vel á Liverpool liðið. Ég er einn af þessum fáum sem geta verið bæði með Liverpool og United.

Swansea 2 - 2 Manchester United (15:00 á sunnudag)
Ég hef ekki voðalega mikla trú á að United vinni Swansea. Að mínu mati er Gylfi besti fótboltamaður Evrópu og hann skorar annað markið.

Leicester 0 - 0 WBA (16:30 á sunnudag)
Þetta verður hundleiðinlegt jafntefli.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner