Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 09. nóvember 2016 17:00
Magnús Már Einarsson
Parma
Arnór Smára: Afbókaði ferð til Las Vegas
Icelandair
Arnór á landsliðsæfingu í Parma í dag.
Arnór á landsliðsæfingu í Parma í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það var mjög skemmtilegt að fá kallið og að sjálfsögðu mætir maður," sagði Arnór Smárason við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma á Ítalíu í dag. Arnór var á leið í frí þegar hann var kallaður inn í hópinn um helgina eftir að Björn Bergmann Sigurðarson meiddist.

„Við liðsfélagarnir vorum á leið til Las Vegas en það var náttúrulega að afbóka það. Landsliðið hefur alltaf verið númer eitt fyrir mér og þetta var aldrei spurning."

Arnór hefur ekki verið í íslenska landsliðshópnum að undanförnu en hann fær sénsinn núna.

„Maður vonast alltaf til að vera með í þessum hópi. Þetta er frábær hópur og það er erfitt að komast inn. Það hefur gengið vel persónulega á tímabilinu í Svíþjóð og það þarf að byggja ofan á það."

Arnór spilaði með Hammarby á nýliðnu tímabili en hann kom til félagsins frá Helsingborg síðastliðinn vetur. Hammarby endaði í 11. sæti á nýliðnu tímabili.

„Þetta er skemmtilegur klúbbur með góða stuðningsmenn. Við byrjuðum tímabilið ekkert rosalega vel en náðum að rífa okkur upp og eiga góðan seinni hluta. Ég er að spila alla leiki og mér líður vel þarna," sagði Arnór en hann er spenntur fyrir leiknum gegn Króötum á laugardag.

„Þeir eru með gott lið og við erum með gott lið. Það hjálpar okkur kannski eitthvað að það verður spilað fyrir luktum dyrum. Þetta verður hörkuleikur tveggja góðra liða og við munum gera okkar besta og reyna að taka stig heim," sagði Arnór.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner