Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 11. nóvember 2016 16:44
Magnús Már Einarsson
Zagreb
Rakitic: Við vitum allt um íslenska liðið
Icelandair
Rakitic í leiknum gegn Íslandi árið 2013.
Rakitic í leiknum gegn Íslandi árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ivan Rakitic segir að leikmenn króatíska landsliðsins viti allt um íslenska liðið fyrir leik liðanna á morgun. Rakitic, sem er á mála hjá Barcelona, er í lykilhlutverki á miðjunni hjá Króötum en hann tjáði sig um íslenska liðið á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

„Við vitum allt um þá. Við vitum að þeir náðu frábærum úrsltum á EM í sumar," sagði Rakitic á fréttamannafundinum.

„Við vitum allt um gæðin sem þeir búa yfir en vonandi náum við að uppljóstra einhverja veikleika. Því miður verða engir áhorfendur á leiknum en við erum á heimavelli og þurfum að spila eins vel og við getum."

Rakitic var spurður að því hvað Króatar þurfa helst að varast í leik Íslendinga á morgun.

„Ég tel að liðsheildin sé sterkasta vopn Íslands. Þeir spila skipulagðan leik. Þetta verður erfitt. Þeir eiga nokkra leikmenn sem eru að spila með toppliðum en samheldnin er helsti styrkleiki Íslands. Þeir spila með alla leikmenn fyrir aftan boltann og það er erfitt að sækja gegn þeim. Það er undir okkur komið að láta þá hlaupa um og elta okkur."

Rakitic var í liði Króata sem sigraði Íslendinga 2-0 í umspili um sæti á HM fyrir þremur árum.

„Ég vona að við séum sterkari núna. Þrjú ár er langur tími og ég tel að við höfum tekið skref fram á við, líkt og Ísland. Leikmenn okkar er á besta aldri og það er góður taktur í hópnum," sagði Rakitic.
Athugasemdir
banner
banner
banner