Skosku leikmennirnir Craig Reid og Stuart Carswell eru á förum frá Keflavik en þetta staðfesti Guðlaugur Baldursson í samtali við Fótbolta.net í dag.
Reid og Carswell komu báðir til Keflvíkinga í júlí síðastliðnum og léku með liðinu út tímabilið. Þeir eru nú á förum.
Reid og Carswell komu báðir til Keflvíkinga í júlí síðastliðnum og léku með liðinu út tímabilið. Þeir eru nú á förum.
Skoski varnarmaðurinn Marc McAusland verður hins vegar áfram hjá Keflvíkingum næsta sumar.
Marc spilaði alla leiki Keflvíkinga í Inkaaso-deildinni síðastliðið sumar fyrir utan einn.
Magnús Þórir Matthíasson er á leið í aðgerð og ólíklegt er að hann verði með Keflvíkingum næsta sumar að sögn Guðlaugs.
Hinn 26 ára gamli Magnús Þórir er uppalinn Keflvíkingur en hann hefur verið fastamaður í liðinu undanfarin ár.
Athugasemdir