Fótbolti.net mun sjöunda árið í röð standa fyrir æfingamóti í janúar og febrúar þar sem sterkustu lið landsins taka þátt.
Sjö félög úr Pepsi-deildinni taka þátt í mótinu að þessu sinni sem og Keflavík úr Inkasso-deildinni.
Líkt og vanalega er liðunum skipt niður í tvo riðla og í kjölfarið er leikið um sæti þar sem efstu liðin í hvorum riðli mætast í úrslitum og svo framvegis. Félag deildardómara mun síðan sjá um dómgæslu á mótinu líkt og áður.
ÍBV varð meistari á þessu ári en liðið sigraði KR í úrslitaleik í febrúar. KR er í Reykjavíkurmótinu og hefur ekki tök á að spila í Fótbolta.net mótinu að þessu sinni.
Hér að neðan má sjá riðlaskiptingu í A-deild Fótbolta.net mótsins sem og leikjaniðurröðun. Fyrsti leikurinn fer fram 10. janúar en þá mætast Stjarnan og ÍA í Kórnum.
Riðlaskipting í neðri deildum Fótbolta.net mótsins mun síðan birtast á næstu vikum.
Riðill 1
Stjarnan
ÍA
Grindavík
Víkingur Ó.
Þriðjudagur 10. janúar
20:15 Stjarnan – ÍA (Kórinn)
Laugardagur 14. janúar
14:00 Grindavík – Víkingur Ó. (Reykjaneshöllin)
Laugardagur 21. janúar
11:00 ÍA – Grindavík (Akraneshöllin)
Þriðjudagur 24. janúar
20:15 Stjarnan – Grindavík (Kórinn)
Laugardagur 28. janúar
11:00 ÍA – Víkingur Ó. (Akraneshöllin)
Þriðjudagur 31. janúar
20:15 Stjarnan – Víkingur Ó. (Kórinn)
Riðill 2
FH
Breiðablik
ÍBV
Keflavík
Laugardagur 14. janúar
10:00 Breiðablik – ÍBV (Fífan)
10:15 Keflavík – FH (Reykjaneshöllin)
Laugardagur 21. janúar
10:15 Keflavík – Breiðablik (Reykjaneshöllin)
13:00 FH – ÍBV (Akraneshöllin)
Föstudagur 27. janúar
19:00 Breiðablik – FH (Fífan)
Laugardagur 28. janúar
10:15 Keflavík – ÍBV (Reykjaneshöllin)
Leikið um sæti 3-5. febrúar.
Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:
2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik
2014: Stjarnan
2015: Breiðablik
2016: ÍBV
Athugasemdir