Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. desember 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Logi Bergmann spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Logi Bergmann Eiðsson.
Logi Bergmann Eiðsson.
Mynd: Stöð 2
Yaya Toure skorar samkvæmt spá Loga.
Yaya Toure skorar samkvæmt spá Loga.
Mynd: Getty Images
Pogba verður á skotskónum.
Pogba verður á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Snapchat stjarnan Gæi (iceredneck) skellti sér á toppinn í tippleik Fótbolta.net með því að fá sjö rétta í síðustu viku. Sigurður Egill Lárusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru einnig með sjö rétta fyrr á tímabilinu en Gæi fer á toppinn þar sem hann giskaði á hárrétt úrslit í fjórum leikjum. Magnaður árangur.

Gæi var verðlaunaur fyrir spána eins og sjá má á Snapchat Fótbolta.net (fotboltinet). Þá rúllaði hann upp gestaþrautinni frægu á magnaðan hátt.

Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Logi Bergmann Eiðsson spáir í leikina að þessu sinni og reynir að komast á toppinn.



Manchester City 2 - 2 Chelsea (12:30 á laugardag)
Yaya Toure á eftir að skora. Það er það eina sem er á hreinu. Ef hann spilar. Maður er löngu hættur að botna í þessum málum með hann. Annars hörkuleikur og fínt að liðin skipti stigum fyrir okkur draumóramennina í United.

Crystal Palace 2 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Hef aldrei botnað í þessum liðum. En Alan Pardew hefur marga fjöruna sopið og mun líklega halda Crystal Palace uppi.

Stoke City 2 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Burnley tapar 2-1 þar sem Jói Berg er ekki með.

Sunderland 1 - 2 Leicester City (15:00 á morgun)
Það vissu svosem allir að Leicester myndi ekki fylgja ævintýrinu eftir. En liðið ætti samt að geta unnið Sunderland. Þó að tröllið Anichebe sé í fanta formi.

Tottenham Hotspur 2 - 1 Swansea City (15:00 á morgun)
Gylfi er frábær en þetta Swansea lið er ekki að fara gera neitt. Þó að það hafi náð að skora fimm mörk í síðasta leik. Gylfi skorar.

West Bromwich Albion 1 - 1 Watford (15:00 á morgun)
Í alvöru. Hverjum er ekki drullusama?

West Ham United 2 - 2 Arsenal (17:30 á morgun)
Arsenal hefur farið mjög undarlega í gegnum fyrstu mánuðina. Spilar stundum frábærlega og þess á milli gerist ekkert. Þetta verður svona mitt á milli.

Bournemouth 2 - 1 Liverpool (13:30 á sunnudag)
Æ bara. Frekar ólíklegt enda hef ég ekki séð Liverpool spila svona vel árum saman.

Everton 1 - 4 Manchester United (16:00 á sunnudag)
Held að þetta sé allt að koma hjá mínum mönnum núna. Mkhitaryan og Carrick byrja inná og þá er allt í himnalagi. Zlatan skorar og gott ef Pogba treður ekki einum í netið.

Middlesbrough 2 - 0 Hull City (20:00 á mánudag)
Hef bara meiri trú á Boro en Hull. Sérstaklega á heimavelli.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner