Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   sun 23. janúar 2005 15:46
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guðmundsson á leið í FH
Mynd: Magnús Már Einarsson
Allar líkur eru á að vinstri kantmaðurinn sókndjarfi Tryggvi Guðmundsson gangi til liðs við FH í vikunni. Tryggvi fékk sig lausan frá Örgryte fyrir skömmu og því getur FH fengið hann frítt en Tryggvi er meðal annars búinn að hafna tilboði frá sínum gömlu félögum í Stabæk í Noregi.

Tryggvi sagði í samtali við Fótbolti.net í dag að hann muni skrifa undir samning hjá liði á morgun en hann vildi ekki gefa upp hvaða lið það væri. Aðspurður hvort það væri á Íslandi sagði Tryggvi ,,Það verður að koma í ljós."

Fótbolti.net hafði samband við Guðmund Árna Stefánsson formann knattspyrnudeildar FH og spurði hvort Tryggvi væri að semja við FH. Guðmundur Árni sagði ,,Það liggur ekki ljóst fyrir en kemur í ljós í vikunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner