banner
   fös 09. desember 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Þorgrímur Þráins spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Þorgrímur Þráinsson.
Þorgrímur Þráinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United vinnur samkvæmt spánni og Mourinho fjárfestir í bókinni; Anda inn, anda út.
Manchester United vinnur samkvæmt spánni og Mourinho fjárfestir í bókinni; Anda inn, anda út.
Mynd: Getty Images
Logi Bergmann Eiðsson var með fimm rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi á fimmtugsafmæli sínu um síðustu helgi.

RIthöfundurinn góðkunni Þorgrímur Þráinsson spáir í leikina að þessu sinni en hann gaf út bókina „Henri og hetjurnar" núna fyrir jólin.



Watford 1 - 1 Everton (12:30 á morgun)
Drengirnir hans Elton's John taka Piano man í búningsklefanum og skora í fyrri hálfleik en eftir að Leifur Garðars sendir skeyti með hraði í leikhléinu taka leikmenn Everton sig saman í andlitinu og jafna. Ekki vilja þeir hafa Leif hangandi yfir sér alla vikuna.

Arsenal 3 - 0 Stoke (15:00 á morgun)
Ef vinur minn Wenger sigrar ekki í þessum leik mun Arsenal ekki vinna titil á þessari öld, það er ljóst. Özil sendir góða strauma úr stúkunni. Bergkamp skorar….. eða er hann hættur?

Burney 1 - 1 Bournmouth (15:00 á morgun)
Burnley verður alltaf í basli án „Big Berg“ en BB liðin gera jafntefli og ganga bæði svekkt af leikvelli. Jói fær sér hamborgara.

Hull 2 - 1 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Hull þarf að rífa sig upp og það tækifæri býðst helst gegn liðum í neðri hlutanum. Eftir umferðina verði bæði lið með 14 stig.

Swansea 2 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Það eru strembnar vikur framundan hjá þessum liðum en bjargvætturinn Gylfi Sig tryggir öll stigin. Barcelona með útsendara á leiknum.

Leicester 1 - 3 Manchester City (17:30 á morgun)
Bæði lið ósátt við gengið undanfarið en Guardiola er með marga ása upp undir báðum ermum og kemur Englandsmeisturunum á óvart.

Chelsea 3 - 1 WBA (12:00 á sunnudag)
Leikmenn Chelsea baða sig í sjálfstausti og bjarma gleðinnar og halda sigurgöngunni áfram. Allt að gerast á Brúnni.

Manchester United 2 - 0 Tottenham (14:15 á sunnudag)
Sagan segir að United fái á sig ódýrt mark og að varnarmennirnir nái ekki að leysa einfaldar hlaupafléttur en að þessu sinni er lukkan með liðinu og þrjú stig detta í hús. Mourinho fjárfestir í bókinni; Anda inn, anda út.

Southampton 1 - 0 Middlesbrough (14:15 á sunnudag)
Tvö lið um miðja deild etja kappi. Heimavöllurinn er sterkur og löngun dýrðlingarnir meiri.

Liverpool 2 - 0 West Ham (16:30 á sunnudag)
Klopp er minn maður og þar sem hetjan mín í æsku, Ólsarinn Atli Alexandersson, er mesti púlari landsins þá verð ég að segja heimasigur. Leiðinlegt fyrir Sævar WH vin minn Jónsson en svona er lífið. Heimasigur til heiðurs mínum gamla þjálfara, Ian Ross, sem lék með Liverpool.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner