Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   sun 23. janúar 2005 17:26
Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmunds til Stoke út leiktíðina og svo til FH
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson mun að öllum líkindum leika með Stoke í ensku fyrstu deildinni það sem eftir er leiktíðar. Eins og við greindum frá fyrr í dag þá virtist sem Tryggvi væri á leið til FH og það er rétt því hann mun fara til Íslandsmeistarana eftir tímabilið með Stoke úti á Englandi.

Í raun mun Tryggvi skrifa undir samning við FH á næstu dögum og vera síðan lánaður til Stoke út þessa leiktíð. Tryggvi sagði í samtali við Fótbolti.net nú rétt í þessu að þetta væri rétt en þó ekki alveg frágengið.

Talið er að Tryggvi muni skrifa undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara FH en þar mun hann væntanlega leysa Emil Hallfreðsson af á vinstri kantinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner