Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. desember 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Sölvi Tryggva spáir í leiki vikunnar á Englandi
Sölvi Tryggvason spáir í leiki vikunnar.
Sölvi Tryggvason spáir í leiki vikunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sölvi hefur trú á sínum mönnum í Liverpool gegn Middlesbrough.
Sölvi hefur trú á sínum mönnum í Liverpool gegn Middlesbrough.
Mynd: Getty Images
Þorgrímur Þráinsson fékk fimm rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Heil umferð er á dagskrá í kvöld og annað kvöld en Sölvi Tryggvason spáði í spilin fyrir þá. Sölvi gaf á dögunum út bókina „Aldrei vekja mig" sem fjallar um ævintýri Íslands á EM í sumar.



Bournemouth 2 -1 Leicester City (19:45 í kvöld)
Þetta er áhugaverður leikur, þar sem Bournemouth eru alls engir aukvissar og Leicester sýndu að þeir geta enn unnið hvern sem er gegn Man City. Ég held samt að Bournemouth hafi þetta.

Everton 2 - 2 Arsenal (19:45 í kvöld)
Arsenal eru á fínni siglingu, en ég hef trú á því að Everton fari að rífa sig í gang.

Middlesbrough 1 -3 Liverpool (19:45 á morgun)
Mínir menn eru búnir að gera upp á bak í síðustu tveimur leikjum, en ég hef trú á að þeir nái forystunni hér og haldi henni loksins.

Sunderland 1 - 2 Chelsea (19:45 á morgun)
Þetta ætti að vera nokkuð augljóst miðað við töfluna, en það er bara enginn leikur auðveldur í ensku úrvalsdeildinni. Defoe setur eitt, en Chelsea ná samt að hafa þetta 2-1.

West Ham 2 - 0 Burnley (19:45 á morgun)
West Ham eru betri en þeir hafa sýnt hingað til í deildinni og ná loks sigri.

Crystal Palace 1 - 1 Manchester United (20:00 á morgun)
United hafa sýnt það undanfarið að þeir geta tapað stigum hvar sem er. Þeir gætu haft þennan leik, en ég ætla samt að treysta á að Palace stríði þeim og þetta endi með 1-1 jafntefli.

Manchester City 3 - 1 Watford (20:00 á morgun)
Watford eru með gott lið og eru sýnd veiði en ekki gefin. En ég held samt að City hristi af sér slenið og vinni þennan leik.

Stoke City 1 - 0 Southampton (20:00 á morgun)
Þetta er enn einn leikurinn sem virkilega erfitt er að spá fyrir um og getur í raun farið hvernig sem er. En ég segi að heimavöllurinn telji og Stoke hafi þetta 1-0.

Tottenham 3 - 0 Hull (20:00 á morgun)
Hér held ég að Tottenham sigri frekar örugglega. Þeir eru þéttir og halda áfram að narta í toppliðin.

West Bromwich Albion 2 - 1 Swansea (20:00 á morgun)
Mig langar að spá Swansea sigri hér, enda eru þeir loks að koma til og Gylfi búinn að vera frábær, en West Brom eru erfiðir heim að sækja og ég held að þeir sigri.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner