Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 15. desember 2016 17:43
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sam Hewson í Grindavík (Staðfest)
Sam Hewson ásamt Óla Stefáni Flóventssyni, þjálfara og Jónasi Þórhallssyni formanni Grindavíkur
Sam Hewson ásamt Óla Stefáni Flóventssyni, þjálfara og Jónasi Þórhallssyni formanni Grindavíkur
Mynd: Grindavík
Englendingurinn Sam Hewson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík en Fótbolti.net greindi frá því fyrr í dag að hann væri á leið til félagsins.

Hinn 28 ára gamli Hewson er miðjumaður en hann spilaði talsvert á kantinum hjá FH í sumar. Samtals lék hann tólf leiki í Pepsi-deildinni með Íslandsmeisturunum en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum.

Sam spilaði með Fram frá 2011 til 2013 áður en hann gekk í raðir FH. Áður en hann kom til Íslands var hann í varaliði Manchester United.

Grindavík fór upp úr Inkasso-deildinni í ár og spilar í Pepsi-deildinni næst sumar. Á dögunum fékk félagið Brynjar Ásgeir Guðmundsson í sínar raðir frá FH og Hewson er nú á leið sömu leið.

„Ég hef verið mjög ánægður hjá FH en ég hef verið óheppinn með meiðsli. Ég hef líka ekki spilað í minni stöðu. Stundum þarftu að leita annað og það er líklega best fyrir ferilinn minn núna," sagði Hewson við Fótbolta.net á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner