Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákana
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 16. desember 2016 11:10
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Felldi tár og hringdi í mömmu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvikmyndin „Jökullinn logar" sem fjallar um leið íslenska landsliðsins á Evrópumótið er komin á DVD. Með myndinni fylgja 120 mínútur af aukaefni.

Hér að ofan má sjá klippu þar sem Eiður ræðir um erfið meiðsli sem hann lenti í þegar hann spilaði með U19 landsliði Íslands. Hann var þá samningsbundinn hollenska stórliðinu PSV Eindhoven.

Eiður var lengi frá og óttast var að ferill hans myndi aldrei ná flugi. Annað kom þó á daginn eins og allir vita og Eiður átti eftir að spila fyrir Chelsea og Barcelona.

Í klippunni talar Eiður einnig um svimaköst sem hann var að glíma við sem leikmaður með Chelsea.

Meira um DVD diskinn - „Jökullinn logar"
„Eftir tveggja ára tökur með landsliðinu í knattspyrnu stóðum við uppi með 200-300 klst af myndefni. Eftir gríðarlega klippivinnu sem Sævar Guðmundsson og Úlfur Teitur Traustason báru hitann og þungan af stóð fyrsta útgáfa af kvikmyndinni Inside a Volcano / Jökullinn logar í fjórum og hálfri klukkustund," segir Sölvi Tryggvason, sem fylgdi strákunum í gegnum undankeppnina, á Facebook-síðu sinni.
„Til þess að allar þessar myndir, töku- og klippivinna, færu ekki algjörlega í súginn var bara einn kostur í stöðunni - en það var að koma þessu á DVD. Þar eru margar sögur sem sem einfaldlega verða að vera til, fyrir utan þá staðreynd að við erum enn að reyna að koma myndinni réttum megin við núllið."

Klippan hér að ofan er meðal þess efnis sem finna má sem aukaefni á DVD-disknum.

Sjá einnig:
Eiður Smári náði að bregða landsliðsmönnum
Elmari skipað í klippingu og á djammið
Athugasemdir
banner
banner