Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 22. desember 2016 10:30
Fótbolti.net
Aron lýsir atburðarásinni eftir viðtalið í Albaníu
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvikmyndin „Jökullinn logar" sem fjallar um leið íslenska landsliðsins á Evrópumótið er komin á DVD. Með myndinni fylgja 120 mínútur af aukaefni.

Í myndbandinu hér að ofan er Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali um fræg ummæli sem hann lét falla í viðtali á Fótbolta.net fyrir leik gegn Albaníu í Tirana árið 2012.

Aron sagði í viðtali við Fótbolta.net að Albanir væru „mest megnis glæpamenn" í viðtali við Fótbolta.net og úr varð mikið fjölmiðlafár. Aron spilaði frábærlega í 2-1 sigri á Albaníu í leiknum.

„Í staðinn fyrir að brotna þá kom hann margfalt sterkari inn í leikinn. Hann átti frábæran leik fótboltalega séð og ekki síst sem leiðtogi, að leiða liðið inn í þetta stríð," sagði Heimir Hallgrímsson í myndbandinu hér að ofan.

Aron segir sjálfur um málið: „Lars (Lageback) sagði við mig eftir þetta að ég hefði aldrei spilað jafn vel fyrir landsliðið út af því að ég var svo fókuseraður að gera vel eftir þessi mistök sem ég gerði. Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu. Hann sagði að það væri ekki hægt að gera neitt í þessu. 'Engar áhyggjur, þetta kemur til með að deyja út. Ég hef lent í þessu áður' sagði hann."

Meira um DVD diskinn - „Jökullinn logar"
„Eftir tveggja ára tökur með landsliðinu í knattspyrnu stóðum við uppi með 200-300 klst af myndefni. Eftir gríðarlega klippivinnu sem Sævar Guðmundsson og Úlfur Teitur Traustason báru hitann og þungan af stóð fyrsta útgáfa af kvikmyndinni Inside a Volcano / Jökullinn logar í fjórum og hálfri klukkustund," segir Sölvi Tryggvason, sem fylgdi strákunum í gegnum undankeppnina, á Facebook-síðu sinni.
„Til þess að allar þessar myndir, töku- og klippivinna, færu ekki algjörlega í súginn var bara einn kostur í stöðunni - en það var að koma þessu á DVD. Þar eru margar sögur sem sem einfaldlega verða að vera til, fyrir utan þá staðreynd að við erum enn að reyna að koma myndinni réttum megin við núllið."

Klippan hér að ofan er meðal þess efnis sem finna má sem aukaefni á DVD-disknum.

Sjá einnig:
Eiður Smári náði að bregða landsliðsmönnum
Elmari skipað í klippingu og á djammið
Eiður Smári: Felldi tár og hringdi í mömmu
Raggi Sig: Verð pirraður að horfa á fótbolta
Raggi Sig: Var alltaf að atast í van Persie
Athugasemdir
banner