Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. desember 2016 17:50
Magnús Már Einarsson
Dagur Austmann í Stjörnuna (Staðfest)
Dagur Austmann Hilmarsson.
Dagur Austmann Hilmarsson.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan hefur gert þriggja ára samning við Dag Austmann Hilmarsson en hann kemur til félagsins frá AB í Danmörku.

Dagur er 18 ára gamall en hann hefur æft með Stjörnunni að undanförnu auk þess sem hann kom við sögu með liðinu í Bose-mótinu.

„Dagur er Stjörnumönnum að góðu kunnur en hann lék með yngri flokkum félagsins áður en hann flutti út með fjölskyldu sinni. Dagur hefur að undanförnu leikið með U19 ára landsliði Íslands en hann á 21 leik að baki fyrir yngri landslið Íslands," segir á Facebook síðu Stjörnunnar.

„Stjórn knattspyrnudeildar Stjörnunnar fagnar því að uppaldir leikmenn velji að koma heim í Stjörnuna enda býr mikill metnaður í leikmönnum sem ætla sér að sanna sig í toppliði í efstudeild á næstu árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner