Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. desember 2016 14:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Eggert Magnússon spáir í leikina á Englandi
Eggert Magnússon var tilfinningaríkur á EM í Frakklandi í sumar.
Eggert Magnússon var tilfinningaríkur á EM í Frakklandi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert spáir fullt af mörkum hjá Liverpool og City
Eggert spáir fullt af mörkum hjá Liverpool og City
Mynd: Getty Images
Hann spáir sigri hjá Gylfa og félögum.
Hann spáir sigri hjá Gylfa og félögum.
Mynd: Getty Images
Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður RÚV var með fjóra rétta þegar hann spáði fyrir síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ og fyrrum eigandi West Ham United, spáir í næstu umferð sem byrjar í kvöld og lýkur á nýársdag.

Hull City 1 - 2 Everton (20:00 í kvöld)
Everton er með talsvert betra lið en Hull og þeir eru að ná sér að strik aftur eftir smá erfiðleika tímabil. Þeir landa sigri aftur í kvöld.

Burnley 1 - 1 Sunderland (15:00 á morgun)
Þetta verður eins og bikarúrslitaleikur, bæði lið berjast mikið þó þetta verði ekki besti fótbolti í heimi. Þetta verður steindautt jafntefli.

Chelsea 2 - 0 Stoke (15:00 á morgun)
Chelsea tekur þetta, þeir eru á þannig skriði núna að Stoke verður ekki fyrirstaða. Kante og Costa koma til baka og ég sé ekki að Stoke stoppi þá, það þarf meira til.

Leicester 2 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Leicster hefur gengið illa en þeir eru á heimavelli og þurfa hysja upp um sig buxurnar á meðan West Ham hefur verið á uppleið á síðustu vikum.

Manchester United 3 - 0 Middlesbrough (15:00 á morgun)
Öruggur heimasigur. Þeir hafa verið að spila ágætlega með Zlatan vin minn fremstan. Þá er erfitt að stoppa þá. Hann er búinn að sanna það fyrir Englendingum að hann er einn af bestu knattspyrnumönnum í heimi. Þeir hafa ekki haft mikla trú á honum hingað til og alltaf fundið ástæðu til að tala hann niður en nú eru þeir farnir að sannfærast, þegar hann er byrjaður að spila í deildinni hjá þeim.

Southampton 1 - 1 West Brom (15:00 á morgun)
Southampton hefur verið að gefa eftir en þeir eru með ágætis lið. West Brom er með Tony Pulis lið sem gefur ekki mörg færi á sér og skora ekki mikið af mörkum en þeir skora úr föstum leikatriðum.

Swansea 3 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Stjórinn hjá Swansea var látin fara en þeir eru með betra lið en þeir hafa sýnt. Það vantar eitthvað smávegis til að koma þeim í gang. Nú byrjar uppgangur hjá þeim.

Liverpool 3 - 3 Manchester City (17:30 á morgun)
Það verður mikið af mörkum í flottum leik. Sóknarknattspyrna verður í fyrirrúmi á meðan varnirnar eru ekki eins góðar og þær eiga að vera.

Watford 1 - 3 Tottenham (13:30 á sunnudag)
Tottenham er að ná sér á fullt skrið. Þeir eru með gott lið.

Arsenal 1 - 1 Crystal Palace (16:00 á sunnudag)
Crystal Palace mun styrkjast þegar Sam Allardyce er kominn og sérstaklega í vörninni. Þeir munu legga strætó fyrir framan markið.

Sjá einnig:
Haukur Harðar (4 réttir)
Gæi (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner