Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 03. janúar 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Natasha ólétt - Ekki með ÍBV í sumar
Natasha (til vinstri) i leik með ÍBV síðastliðið sumar.
Natasha (til vinstri) i leik með ÍBV síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Natasha Anasi, varnarmaður ÍBV, er ólétt en hún á von á barni í júní. Natasha verður því ekki með ÍBV í Pepsi-deildinni á komandi tímabili.

Hin bandaríska Natasha hefur verið í stóru hlutverki í vörn ÍBV undanfarin þrjú tímabil.

Síðastliðið sumar var hún valin í úrvalslið tímabilsins hjá Fótbolta.net.

„Hún var ein af bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra og var frábær fyrir okkur. Það er voðalega lítið sem ég get gert í þessu. Hennar verður sárt saknað en við finnum annan leikmann í staðinn," sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Adrienne Jordan, Kristín Erna Sigurlásdóttir, Adelaine Gay og Katie Kraeutner hafa gengið til liðs við ÍBV í vetur auk þess sem lykilleikmennirnir Cloe Lacasse, Sóley Guðmundsdóttir, Shaneka Gordon og Sigríður Lára Garðarsdóttir hafa framlengt samninga sína.

Shaneka verður með ÍBV á ný eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner