Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fös 06. janúar 2017 09:29
Magnús Már Einarsson
Dean Martin ráðinn þjálfari í hæfileikamótun KSÍ
Dean Martin í leik með ÍBV árið 2014.
Dean Martin í leik með ÍBV árið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dean Martin hefur verið ráðinn sem þjálfari í hæfileikamótun KSÍ. Dean mun einnig hafa yfirumsjón með úrtaksæfingum U16 karla og kvenna.

Þá er honum ætlað að koma enn frekar inn í kennslu á þjálfaranámskeiðum, starfi sem hann er ekki alls ókunnugur.

Dean lauk við KSÍ A þjálfaragráðu árið 2009. Hann hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari U19 landsliðs karla og hefur víða komið við á sínum þjálfaraferli, þjálfað m.a. hjá KA, ÍA, Breiðabliki og HK svo eitthvað sé nefnt.

Áður átti Dean langan feril að baki sem leikmaður en hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið með ÍBV í Pepsi-deildinni sumarið 2014, þá 42 ára.

Dean er með B.Sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík, þar sem hann sérhæfði sig í styrktarþjálfun knattspyrnumanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner