Barcelona hefur keypt argentíska sóknarmanninn Maxi Lopez frá River Plate á um 4 milljónir punda. Maxi sem er tvítugur var kynntur sem leikmaður Barcelona í dag en hann gerði fjögurra og hálfs árs samnign við liðið en honum er ætlað að fylla skarð Henrik Larsson sem verður frá út leiktíðina vegna hnémeiðsla.
,,Það er frábært að fá tækifæri eins og þetta þrátt fyrir að vera svona ungur." Sagði Lopez meðal annars í dag.
Lopez sem mun vera í treyju númer 11 hjá Barcelona er annar leikmaðurinn sem liðið fær til sín í janúar en miðjumaðurinn Demetrio Albertini kom til liðsins frá Atalanta kom til liðsins fyrr í vikunni. Þeir verða væntanlega báðir í leikmannahópi Barcelona sem mætir Sevilla á morgun og verður spennandi að sjá hvernig þeir munu spjara sig hjá toppliðinu í La Liga.
Athugasemdir