Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   lau 14. janúar 2017 13:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Garðar Jó: Þegar KR kemur þá segir maður ekki nei
Garðar Jóhannsson er kominn aftur í KR.
Garðar Jóhannsson er kominn aftur í KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Í gær bárust fréttir af því að framherjinn reyndi, Garðar Jóhannsson, værin genginn í raðir KR.

Garðar hætti hjá Fylki eftir síðasta tímabil og gekk til liðs við KFG í 3. deildinni. Hann hefur hins vegar nú gengið í raðir KR.

Hinn 36 ára gamli Garðar hóf æfingar með KR í vikunni en hann þekkir til í Vesturbænum eftir að hafa leikið með KR-ingum frá 2003 til 2006. Willum Þór Þórsson þjálfaði KR 2003 og 2004 líkt og núna.

„Ég ákvað að fara í KFG af því ég var beðinn um það af félögum mínum, en svo var mér bara boðið að mæta á æfingu hjá KR og svo skipti ég yfir í KR," sagði Garðar í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu FM 9,77 í morgun.

Gaðar samdi við KFG eftir síðasta tímabil, en hann segir að það hafi alltaf blundað í sér að fara eitthvað annað.

„Það blundaði alltaf í mér að fara eitthvert annað og svo þegar KR kemur þá segir maður ekki nei," segir Garðar sem þekkir Willum, þjálfara KR, vel. „Willum er toppþjálfari og góður maður og hann hafði klárlega áhrif á þessa ákvörðun hjá mér."

Garðar er 36 ára gamall, en sjálfur stefnir hann á að spila sem mest.

„Maður stefnir alltaf að því (að spila mikið), maður fer ekki bara í þetta til að vera með. Annað hvort er maður 100% í þessu eða ekki. Ég er bara einn af leikmönnunum og það kemur bara í ljós hvernig það verður."

Hlustaðu á viðtalið við Garðar í spilaranum hér að ofan en þar ræða Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson einnig um leik Íslands og Síle sem fram fer á morgun og um meiðsli Kolbeins Sigþórssonar.
Athugasemdir
banner