Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   mán 23. janúar 2017 17:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Stefán Páls: Hræsnisfullt að þetta komi frá FIFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenska goðsögnin Marco van Basten starfar nú hjá FIFA en mikla athygli vakti í síðustu viku þegar hann kynnti tíu hugmyndir sínar um að breyta fótboltareglunum. Fótboltaáhugamaðurinn og sagnfræðingurinn Stefán Pálsson ræddi við Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Ein stærsta hugmynd Van Basten er að taka rangstöðuregluna úr gildi. Stefán upplýsti að það hefur verið gerð tilraun í þessa átt, 1986 í neðri deildum Englands. Þá var rangstöðureglan ekki tekin gild í aukaspyrnum.

„Niðurstaðan varð algjört rugl. Í öllum aukaspyrnum, sama hvar þær voru á vellinum, hrúguðust menn inn í teiginn og það var neglt inn í. Öllum fannst þetta svo hundleiðinlegt að reglan var aflögð á miðju tímabili. Að horfa á leikina var eins og að horfa alltaf á íslenska landsliðið undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar," sagði Stefán.

Van Basten var einnig með hugmynd um að leiktíminn yrði stöðvaður síðustu tíu mínúturnar ef boltinn er ekki í leik.

„Mér finnst það handboltalegt að byrja að telja tímann öðruvísi þegar leikurinn er búinn. Það finnst mér svo merkilegt við handboltann er að það eru einhverjar reglur í gangi nema þegar mínúta er eftir, þá má allt eða ekkert. Gul spjöld gefin frameftir og svo er farið að dæma eftir öðru."

„Við viljum helst geta spilað fótbolta með nákvæmlega sömu reglum og sama utanáhaldi, hvort sem það er í utandeildinni eða Meistaradeildinni. Á gervigrasi í Breiðholti eiga menn ekki aðstöði til að vera með menn á vallarklukku sem á að stöðva og starta eftir því hvernig leikurinn gengur."

Áhugavert er að Van Basten vill fækka leikjum félagsliða yfir tímabilið svo stærstu og vinsælustu stjörnur leiksins endist lengur.

„Hann skrifar þessar hugmyndir fyrir FIFA. Það er verulega hræsnisfullt að FIFA þyki eðlilegt að fjölga leikjum upp úr öllu valdi í sínum mótum en að leikirnir séu of margir og félagsliðin, sem borgar leikmönnum launin, þurfi að taka á sig það högg," segir Stefán en allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner