Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. janúar 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Hjálmar Örn spáir í leiki vikunnar í Englandi
Hjálmar Örn Jóhannsson.
Hjálmar Örn Jóhannsson.
Mynd: Úr einkasafni
Hjálmar í leik með Árborg fyrir nokkrum árum.
Hjálmar í leik með Árborg fyrir nokkrum árum.
Mynd: Guðmundur Karl
Hjálmar reiknar með sigri frá sínum mönnum í Tottenham.
Hjálmar reiknar með sigri frá sínum mönnum í Tottenham.
Mynd: Getty Images
Bjarki Már Elísson var með sjö rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn af fjórum sem hafa fengið sjö rétta á þessu tímabili.

Hjálmar Örn Jóhannsson (hjalmarorn110) hefur slegið í gegn á Snapchat undanfarna mánuði. Hjálmar spáir í leikina sem eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og annað kvöld.



Arsenal 5 - 0 Watford (19:45 á morgun)
Watford vann síðast leik 10. des í deildinni, ég er því miður ekki að sjá strákana hans Elton John stríða Steve Bould og félögum í þessum, leik. Spái endurtekningu frá bikarleiknum hjá Arsenal um helgina.

Bournemouth 0 - 1 Crystal Palace (19:45 á morgun)
Ég elska þessa leiki í ensku deildinni, real passion og þá sérstaklega gamla skólann hann Sam Allardyce. Það verður þjófnaður þarna og Palace stelur þremur stigum með 0-1 sigri.

Burnley 1 - 2 Leicester (19:45 á morgun)
Meistararnir stíga upp hérna enda stutt í meistardeildina og menn þurfa fara sanna sig ætli þeir sér að eiga sæti í liðinu, Jóhann Berg setur eitt fyrir heimamenn en það dugar ekki til, 1-2 Vardy með bæði.

Middlesbrough 0 - 2 WBA (19:45 á morgun)
Chambers og Friend báðir meiddir í vörninni hjá Boro sem þýðir að hálofta Pulis setur allt af stað. Rondón með eitt og Fletcher setur hitt og fagnar með því að lyfta treyjunni og þar er hann í „ SupportFletcherdisease“ bol undir.

Sunderland 1 - 3 Tottenham (19:45 á morgun)
Eitt er pottþétt hann Defoe setur eitt í þessum leik en það dugar ekki til og Kane, Rose og Dele skora fyrir mína menn í Spurs. Lescott spilar og mun eiga dapran leik, Moyes hættir eftir leikinn.

Swansea 1 - 1 Southampton (19:45 á morgun)
Vinir Gylfa í Swansea eru komnir á ról og Clement búinn að berja í þá sigurvilja. Dugar samt ekki til þar sem Saints eru trylltir eftir 0-5 tapið á móti Arsenal í bikarnum. Jafntefli er því niðurstaðan 1-1. Gylfi skorar ekki en á fáránlega flotta sendingu sem verður talað um lengi.

Liverpool 2 - 0 Chelsea (20:00 á morgun)
Ég er enn á því að Liverpool geti orðið meistari og sérstaklega eftir að þeir duttu út úr öllum bikarkeppnum í síðustu viku, það hentar poolurum að spila á móti liðum sem reyna spila bolta. Chelsea eru að fara í gegnum erfitt tímabil núna næstu fjóra leiki og þetta er upphafið.

West Ham 0 - 3 Manchester City (19:45 á miðvikudag)
City er að fara á rosalegt ról og þeir byrja þarna á móti Hömrunum, Aguero hefur skorað 6 mörk í 9 leikjum gegn West Ham og heldur uppteknum þætti. 0-3 Aguero með þrennu.
Carroll fær rautt.

Manchester United 1 - 0 Hull (20:00 á miðvikudag)
Ætti að vera einfaldasti leikurinn til að spá um, en eitthvað sem segir mér að Utd muni enda í basli með að brjóta Dawson og félaga niður. 0-0 í hálfleik en þeir eiga Zlatan og það dugar. 1-0 heimasigur.

Stoke 0 - 0 Everton (20:00 á miðvikudag)
Hér verður allt steindautt, bæði lið alltof skipulögð og Everton vill fá fleiri stig á útivelli á meðan Stoke er ekki að keppa um neitt.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner