Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 10. febrúar 2017 12:24
Magnús Már Einarsson
Víkingur R. að krækja í tvo miðjumenn
Muhammed Mert.
Muhammed Mert.
Mynd: Getty Images
Víkingur R. er að ganga frá samningi við Milos Ozegovic og Muhammed Mert um að þeir muni leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Verið er að ganga frá pappírsmálum en leikmennirnir ættu að fá leikheimild með Víkingi síðar í þessum mánuði.

Milos er 24 ára varnarsinnaður miðjumaður frá Serbíu en hann hefur leikið í heimalandi sínu á ferlinum hingað til.

Muhammed Mert er 21 árs gamall en hann spilar framarlega á miðjunni. Hann lék síðast með Fortuna Sittard í næstefstu deild í Hollandi. Hann hefur einnig verið á mála hjá NEC Nijmegen og Genk á ferlinum.

Mert er frá Tyrklandi en hann lék með U15 og U16 ára landsliðinu þar. Mert ólst hins vegar upp í Belgíu og þegar hann var 16 ára fékk hann belgískt vegabréf. Hann lék með U16, U17 og U18 ára landsliði Belga á sínum tíma.

Víkingur hefur misst framherjana Gary Martin, Óttar Magnús Karlsson og Viktor Jónsson í vetur. Í viðtali í gær staðfesti Milos Milojevic, þjálfari Víkings, að stefnan sé að fá nýjan framherja í hópinn áður en keppni í Pepsi-deildinni hefst. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Milos: Þeir menn sem geta eitthvað heita Milos
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner