KA mun fá vinstri bakvörðinn Darko Bulatovic til reynslu en þetta kemur fram á heimasíðu KA.
Bulatovic er 27 ára gamall og kemur frá Svartfjallalandi og er hann vinstri bakvörður en getur einnig leyst af stöðu kantmanns og miðvörðs.
Svartfellingurinn hefur leikið stærstan hluta ferils síns í Serbíu og lék hann síðast með liði Cukaricki í Serbíu en var áður að mála hjá Radnicki Nis þar í landi.
Bulatovic á að baki 63 leiki í efstu deild í Serbíu og þá hefur hann spilað fyrir U21 árs landslið Svartfjallalands.
Bulatovic er væntalegur til KA næstkomandi föstudag.
Athugasemdir




