mán 13. febrúar 2017 16:12
Magnús Már Einarsson
4. deild karla: Riðlaskipting og leikjaniðurröðun
Hamar og Kría eru saman í A-riðli.
Hamar og Kría eru saman í A-riðli.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Elliði er með lið á nýjan leik eftir árs pásu en Árbæingar eru í B-riðli.  Skallagrímur er í C-riðlinum.
Elliði er með lið á nýjan leik eftir árs pásu en Árbæingar eru í B-riðli. Skallagrímur er í C-riðlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Afríka er í B-riðli og Árborg í C-riðli.
Afríka er í B-riðli og Árborg í C-riðli.
Mynd: Guðmundur Karl Sigurdórsson
KSÍ hefur birt riðlaskiptingu fyrir keppni í 4. deild karla í sumar. Metfjöldi þátttökuliða er í deildinni eða 33 talsins. Þar á meðal koma sjö ný félög inn í deildina sem voru ekki með í fyrra.

Hér að neðan má sjá riðlaskiptinguna en á vef KSÍ hafa einnig verið birt drög að leikjaniðurröðun.

A riðill
GG
Hamar
Hvíti riddarinn
Hörður
Ísbjörninn
Kórdrengir
Kría
Snæfell/UDN

B riðill
Afríka
Augnablik
Elliði
ÍH
KFR
KFS
SR
Stokkseyri
Vatnaliljur

C riðill
Árborg
Hrunamenn
Kormákur/Hvöt
Kóngarnir
Léttir
Skallagrímur
Úlfarnir
Ýmir

D riðill
Álafoss
Álftanes
Drangey
Geisli A
KB
KH
Mídas
Stál úlfur

Eftir riðlakeppni fer fram úrslitakeppni átta liða þar sem tvö efstu lið hvers riðils komast í úrslit. Þar mætast:

8-liða úrslit
Fyrri leikir: B2-A1, C2-B1, D2-C1, A2-D1
Seinni leikir: A1-B2, B1-C2, C1-D2, D1-A2

Undanúrslit
Fyrri leikir: B2/A1-D2/C1, C2/B1-A2/D1
Seinni leikir: D2/C1-A1/B2, A2/D1-C2/B1

Ný félög í deildarkeppninni frá 2016:
Álafoss, nýtt félag.
Drangey, var síðast með árið 2012.
Elliði, var síðast með árið 2015.
Hrunamenn, nýtt félag (hafa tekið þátt í bikarkeppni mfl.)
Kórdrengir, nýtt félag.
Skautafélag Reykjavíkur, var síðast með árið 2015.
Úlfarnir, var síðast með 2002.

Félög hætt frá 2016:
Örninn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner