Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 06. febrúar 2005 10:30
Magnús Már Einarsson
Kameni ekki á förum til Man Utd. frá Espanyol
Kameni þegar að hann var kynntur sem leikmaður Espanyol.
Kameni þegar að hann var kynntur sem leikmaður Espanyol.
Mynd: Magnús Már Einarsson
Carlos Kameni markvörður Espanyol er stoltur af því að Manchester United hafi áhuga á sér en hann segist ekki hafa hugsað sér að yfirgefa Espanyol.

Kameni sem kom til Espanyol síðasta sumar er frá Kamerún en orðrómur er á kreiki um að Manchester United ætli að kaupa hann næsta sumar til að leysa markvarðarstöðuna hjá sér.

,,Þeir sendu einhverja til að sjá mig spila á móti Barcelona en ég er mjög stoltur að vera hér í Barcelona að spila fyrir Espanyol. Fjölskyldan mín er ánægð hér og ég vil vera hér í langan tíma." Sagði Kameni við Sky fréttastofuna.

Hann bætti við ,,Ég er mjög stoltur að stór klúbbur eins og Manchester United sýnir mér áhuga en ég er ennþá ungur og ég verð að leggja hart að mér. Í framtíðinni get ég kannski farið einn daginn og spilað fyrir annað stórt félag."
Athugasemdir
banner