Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
Enski boltinn - Yfirburðir Liverpool og ómögulegt að spá
   sun 19. febrúar 2017 15:20
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pétur Marteins: Nýr fjölnota 20 þúsund manna leikvangur
Vinna við að undirbúa nýjan þjóðarleikvang
Pétur kom í heimsókn í útvarpsþáttinn.
Pétur kom í heimsókn í útvarpsþáttinn.
Mynd: Fótbolti.net
Laugardalsvöllur er úreltur.
Laugardalsvöllur er úreltur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Möguleiki yrði að spila stóra handboltaleiki á vellinum.
Möguleiki yrði að spila stóra handboltaleiki á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Sýnar-stúkan og hlaupabrautin hverfa.
Sýnar-stúkan og hlaupabrautin hverfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net fékk Pétur Marteinsson, fyrrum landsliðsmann, í heimsókn í útvarpsþáttinn á X-inu til að segja nokkuð ítarlega frá stöðu mála varðandi Laugardalsvöll, þjóðarleikvang okkar Íslendinga. Pétur fer fyrir hönd Borgarbrags í vinnu við að undirbúa endurbyggingu vallarins.

Flækjustigin í þessu verkefni eru ótrúlega mörg og því lá beint við að byrja að spyrja hver staðan væri?

„Þetta stendur á góðum stað. Þetta er langt og flókið ferli varðandi til að mynda hagsmunatengsl, hverjir eiga völlinn og hverjir reka hann. Áhuginn er mismunandi eftir hagsmunaaðilum," segir Pétur en Borgarbragur og alþjóðlega fyrirtækið Lagardére hafa verið að vinna í þessum málum fyrir KSÍ.

Enginn ánægður með Laugardalsvöll
„Kröfurnar hjá UEFA og FIFA eru þannig að Ísland er með völl sem er úreltur. Uppbygging valla um allan heim hefur verið slík að við erum langt á eftir. Það hefur til að mynda aldrei verið skipt um gras á vellinum. Eftir að hafa rætt við alla aðila er staðan þannig að það er enginn ánægður með mannvirkið og það er illa nýtt. Rekstrargrundvöllur er slakur, litlar tekjur og kostnaður er hár."

Pétur sagði að þegar byrjað var að vinna að hugmyndafræði fyrir nýjan leikvang var ljóst í hagkvæmnisathugun að stuðningsaðilar þyrftu að koma að byggingunni, mögulega með hóteli.

„Það er komið handrit að því hvernig völlurinn á að vera, hversu margir fermetrar fara í geymslur og sturtuklefa. Það er allt klárt. Þetta er allt klárt og búið að hólfa niður og út frá því er hægt að greina kostnaðinn," segir Pétur.

Handbolti og körfubolti spilaður á vellinum
Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir því að leikvangurinn verði fjölnota, hægt verði að spila stærstu handbolta- og körfuboltaleikina á vellinum. Þar sé til dæmis hægt að hafa mótorsport og vetrarleika. tónleika og sýningar. Hugsað sé vel um alla þjónustu og gert meira úr upplifuninni að fara á völlinn.

Pétur segir að KSÍ hafi sett fram þær forsendur að það sé náttúrulegt gras á vellinum og svo á að hafa opnanlegt þak. En af hverju náttúrulegt gras frekar en gervigras?

„Mögulegra væri þægilegra að vera með gervigras en KSÍ var búið að gera upp hug sinn og vildi hafa náttúrulegt gras. Þetta var meðal annars eftir samtal við leikmenn og landsliðsþjálfara. Þetta var allavega ósk. Það yrði samt lítið mál í framtíðinni að breyta vellinum í gervigrasvöll."

Möguleiki á að fá vinsælasta tónlistarfólk heims
Nýr leikvangur tæki 20 þúsund í sæti á fótboltaleikjum. „Sýnar-stúkan" yrði rifin, hlaupabrautin tekin, völlurinn færður nær hinni stúkunni og svo byggt hringinn.

„Þessi tala, 20 þúsund, er ekki bara út í loftið. Það er rannsókn þarna á bak við. Lagardére er með módel sem hefur verið að vinna að svona uppbyggingu áður. Við skoðum aðstæður á Íslandi, samkeppni, fólksfjölgunartölur, túrisma og ýmislegt," segir Pétur en nýr leikvangur myndi taka 28 þúsund á tónleikum.

„Það er lykilatriði til að fá U2, Madonnu og tónlistarfólk sem er vant því að spila á fullum leikvöngum um allan heim. Það gerir kröfu um að það séu 25 þúsund manns sem komast á tónleika."

„Reykjavíkurborg hefur verið mjög jákvæð í þessu ferli og þó ákvarðanir hafi ekki verið teknar hefur verið vilji til að halda áfram með verkið. Stjórn KSÍ hefur verið til fyrirmyndar líka. Þetta hefur verið mjög faglega unnið á öllum stigum. Hugmyndafræðin er að KSÍ kaupi völlinn og byggingarlandið af Reykjavíkurborg og fái svo fjárfesta inn til að sjá um uppbygginguna. KSÍ verður þá aðallega rekstraraðili eða notandi af vellinum."

Bjartsýnn á að þetta verði að veruleika
Frá og með árinu 2018 mun UEFA vera með nýja þjóðardeild þar sem spilað er frá mars fram í nóvember. Laugardalsvöllur er ekki tilbúinn að vera með leiki á þessum tíma ársins en Ísland gæti fengið leiki gegn stórum þjóðum.

„Það er þessi deild sem er að anda ofan í hálsmálið okkur alla daga. Þetta er það tímabil sem við verðum að hafa völl kláran. Þetta byrjar 2018 og við getum verið að spila gegn toppliðum eins og Englandi og Hollandi," segir Pétur en mögulegt er að Ísland gæti neyðst til að spila heimaleiki sína erlendis, til dæmis í Skandinavíu.

„Það er ákveðin hætta. Það er enginn annar völlur á Íslandi sem uppfyllir þessar kröfur. FIFA og UEFA gera miklar kröfur og það er ekki hægt að treysta á góða aðstöðu í mars eða nóvember. Ef allt gengur upp, samningar og samkomulag nást, gæti völlurinn verið klár haustið 2019. Í maí eða júní verða teknar ákvarðanir og þá verður ekki snúið til baka. Svo verður þetta sett í útboð og hannað. Byggingin tekur 18 mánuði til 2 ár. Við erum mjög tæpir að ná 2019," segir Pétur sem er þó bjartsýnn.

„Ég er bjartsýnn að eðlisfari en nú erum við í samtölum við alla þessa aðila. Það er spenna ég held að allir séu bjartsýnir á að það gerist eitthvað í þessu."

En mun nýr leikvangur halda nafninu Laugardalsvöllur?

„Ég myndi helst vilja að hann myndi heita Reykjavík stadium, Reykjavíkurvöllur." segir Pétur en þetta mjög áhugaverða viðtal má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner