Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. febrúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Egill Helga spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Egill Helga var getspakastur veturinn 2013/2014.
Egill Helga var getspakastur veturinn 2013/2014.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Egill spáir sínum mönnum í Liverpool sigri gegn Leicester.
Egill spáir sínum mönnum í Liverpool sigri gegn Leicester.
Mynd: Getty Images
Viðar Örn Kjartansson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi í síðustu umferð.

Egill Helgason, sjónvarpsmaður á RÚV, spáir í leikina að þessu sinni. Egill var hlutskarpastur í spá Fótbolta.net fyrir enska boltann veturinn 2013/2014.

Átta leikir eru í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Egill spáir í þá sem og í úrslitaleik enska deildabikarsins og einn leik í ensku Championship deildinni.



Chelsea 2 - 0 Swansea (15:00 á morgun)
Þetta gæti orðið skemmtilegur leikur. Það er gaman að sjá hvað Gylfi er á miklu flugi en Chelsea hefur yfirhöndina.

Crystal Palace 1 - 1 Middlesbrough (15:00 á morgun)
Crystal Palace nær í stig á heimavelli.

Everton 1 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Everton er betra lið og Sunderland er á leiðinni niður með fyrrum Everton stjóra.

Hull City 1 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Þetta er í járnum fyrst Jói Berg er ekki með.

WBA 2 - 0 Bournemouth (15:00 á morgun)
West Bromwich vinnur þetta örugglega. Þeir eru nokkuð stöðugt lið.

Watford 0 - 1 West Ham (17:30 á morgun)
Ég hef taugar til West Ham.

Tottenham 3 - 0 Stoke (13:30 á sunnudag)
Tottenham er dottið úr Evrópudeildinni en ég held að þeir taki þetta. Kane verður á skotskónum.

Leicester City 1 - 3 Liverpool (20:00 á mánudag)
Þetta er sorglegt með Ranieri og Leicester verður ennþá í sjokki. Ég held með liverpool og segi að þeir vinni.

Úrslit í deildabikarnum

Manchester United 1 - 0 Southampton (16:30 á sunnudag)
United tekur þetta nokkuð örugglega þó það verði ekki stórt.

Championship

Cardiff City 2 - 1 Fulham (15:00 á morgun)
Aron tekur þetta af því að hann verður svo léttur á sér eftir að hafa látið skeggið fjúka.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Helgi Björnsson (6 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Hjálmar Örn (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner