Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   lau 25. febrúar 2017 14:32
Alexander Freyr Tamimi
Jónas Gestur: Verkfallið hafði gríðarleg áhrif
Jónas Gestur Jónasson.
Jónas Gestur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Gestur Jónasson, formaður Víkings Ólafsvíkur, var á línunni í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag.

Fyrr í þættinum hafði Tryggvi Guðmundsson greint frá þeirri skoðun sinni að miðað við stöðuna í dag væri Víkingur Ólafsvík líklegasta liðið í Pepsi-deildinni til að falla. Jónas viðurkennir að sú spá komi ekkert endilega á óvart.

„Í sjálfu sér ekki, það er verið að skoða þetta hjá okkur. Það eru einhverjir átta leikmenn farnir frá okkur og við erum komnir með tvo nýja, en það er í takti við planið sem við settum upp í haust. Við sömdum við marga unga og efnilega leikmenn í haust og við ætluðum að gefa þeim tækifæri í Fótbolta.net mótinu og fyrstu leikjum í deildabikar, og þegar líða fer á marsmánuð bæta við okkur fleiri leikmönnum," sagði Jónas Gestur í útvarpsþættinum.

„Við erum ekkert stressaðir yfir þessu, auðvitað eru tveir mánuðir í nótt en ég held að við munum alveg ná að spila okkur inn í gott lið til 30. apríl. Miðað við árið í fyrra erum við í mínus sex [leikmönnum] og ég geri alveg ráð fyrir því að við fáum fjóra til fimm leikmenn í viðbót. Við erum búnir að vinna í því í allan vetur en þetta tekur tíma og maður þarf að vanda sig vel til að reyna að fá góða leikmenn."

Aðspurður hvar félagið sé að leita að leikmönnum segir Jónas að það sé víða.

„Þeir eru víðs vegar, bæði í Evrópu og annars staðar. Okkur vantar miðvörð, okkur vantar vinstri bakvörð og okkur vantar að styrkja flestar línur. Mest af þessu eru tengingar sem við höfum safnað í gegnum tíðina, maður er búinn að vera í 17 ár í þessu og Ejub örugglega lengur, þannig við nýtum þær miklu tengingar sem við erum komnir með. Þetta er gríðarlegur fjöldi og gríðarleg vinna að gera þetta, en við viljum eyða miklum tíma í þessa vinnu og fá réttu leikmennina," sagði Jónas.

Verkfallið hafði áhrif

Jónas viðurkennir að hið langa sjómannaverkfall sem tók enda á dögunum hafi haft áhrif á rekstur félagsins.

„Það hefur náttúruleg gríðarleg áhrif á bæjarfélag eins og Snæfellsbæ. Sjómannaverkfallið byrjar um miðjan desember og leysist ekki fyrr en fyrir viku síðan, það hefur orsakað það að við höfum ekki einu sinni verið að biðja um peninga í styrk fyrir deildina," sagði Jónas.

„Það sem gerist í þessum litlu samfélögum er að peningarnir þorna upp þegar sjórinn gefur ekki peninga inn í þetta. Það minnkar t.d. bara viðskiptin í matvöruverslunum, bakaríinu og öllu hérna, þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á landsbyggðinni þó fólkið á höfuðborgarsvæðinu finni kannski ekki fyrir þessu."

Jónas viðurkennir að erfitt sé að útskýra hrun Víkings á síðasta tímabili, sem byrjaði tímabilið af ótrúlegum krafti en féll svo næstum því úr Pepsi-deildinni.

„Það er kannski aldrei nein ein ástæða, við byrjuðum rosalega vel og vorum vel undirbúnir, við vorum búnir að æfa á grasi í þrjár vikur. En það sem kom illa við okkur er að við erum með erlendum leikmönnum, sem eru langt frá fjölskyldum sínum. Svo kemur 19 daga frí í júní og það er kannski ekkert mikið fyrir þessa stráka að gera og auðvitað kemur alltaf einhver söknuður heim á við. Það er miklu erfiðara að eiga við þetta heldur en íslenska leikmenn," sagði Jónas.

Hann vonast eftir því að fljótlega verði vetraraðstaðan til æfinga betri en nú.

„Við erum með íþróttahúsið og svo höfum við sparkvöllinn og menn geta æft á honum úti. En það sem horfir nú til betri vegar er að það er búið að skipa nefnd í Snæfellsbæ sem er skipuð fulltrúum frá íþróttafélaginu og fulltrúum frá bæjarfélaginu sem eru að skoða framtíðaraðstöðu. Það er ekki spurning að við þurfum að bæta þessa vetraraðstöðu, annað hvort með því að setja gervigras á aðalvöllinn eða byggja 55x75 metra hús. Þessir tveir kostir eru uppi á borðum og starfshópurinn skilar af sér fljótlega. Auðvitað vonum við að þessi aðstaða muni batna, við erum með 150 krakka að æfa og þetta er gríðarlega gott forvarnarstarf," sagði Jónas.

Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner