Grótta 1-2 KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('9)
0-2 Ásgeir Sigurgeirsson ('47)
1-2 Pétur Steinn Þorsteinsson ('56)
Rautt spjald Aleksandar Trninic ('87)
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('9)
0-2 Ásgeir Sigurgeirsson ('47)
1-2 Pétur Steinn Þorsteinsson ('56)
Rautt spjald Aleksandar Trninic ('87)
Grótta og KA mættust í annarri umferð Lengjubikarsins í Akraneshöllinni í dag. Bæði lið töpuðu sínum fyrstu leikjum um síðustu helgi, KA 1-0 fyrir Víkingi R. á meðan Grótta steinlá 5-0 fyrir Keflavík.
KA voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik í dag og tóku forystuna verðskuldað á 9. mínútu þegar Húsvíkingurinn Ásgeir Sigurgeirsson kom boltanum í netið. KA-menn héldu uppteknum hætti eftir leikhlé og skoraði Ásgeir sitt annað mark á 47. mínútu. KA hefði geta bætt við mörkum á þessum tímapunkti en Gróttumenn sluppu með skrekkinn.
Í kjölfarið vaknaði lið Gróttu smám saman til lífsins og minnkaði Pétur Steinn Þorsteinsson muninn á 56. mínútu.
Restin af leiknum var nokkuð jöfn og fengu bæði lið tækifæri til að skora. Á 87. mínútu var Aleksandar Trninic, leikmaður KA, rekinn af velli eftir að hann veittist harkalega að Gróttumanninum Axeli Fannari Sveinssyni. Manni fleiri gerði Grótta nokkrar atlögur að marki Akureyringa en allt kom fyrir ekki og KA hafði 2-1 sigur.
Lykilleikmenn vantaði í bæði lið í dag. Ungir og efnilegir leikmenn fengu því tækifæri hjá báðum liðum komust vel frá sínu.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir