sun 26. febrúar 2017 18:10
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Lengjubikarinn: Víkingur Ó. með öruggan sigur
Pape setti tvö fyrir Víking í dag
Pape setti tvö fyrir Víking í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 1 - 4 Víkingur Ólafsvík
0-1 Pape Mamadou Faye (9')
1-1 Hilmar Þór Kárason ('14)
1-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('38)
1-3 Egill Jónsson ('54)
1-4 Pape Mamadou Faye ('63)

ÍR tók á móti Víkingi Ólafsvík í dag í Lengjubikarnum en spilað var í Egilshöll.

Liðin leika í riðli 3 en bæði lið töpuðu fyrstu leikjum sínum í Lengjubikarnum.

Víkingur byrjaði vel og skoraði Pape Mamadou Faye stórglæsilegt mark á 9. mínútu. Fimm mínútum síðar tókst ÍR-ingum að jafna leikinn en það gerði Hilmar Þór Kárason.

Á 38. mínútu kom fyrirliðinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson Víkingum yfir og þar við sat í fyrri hálfleik, 2-1.

Það tók Víkinga aftur 9 mínútur til þess að skora en nú var það Egill Jónsson sem kom Víkingum yfir, 3-1.

Pape bætti við öðru marki sínu, og fjórða marki Víkings á 63. mínútu og urðu það lokatölur, 4-1 fyrir Víking.

Víkingur nældi sér í sín fyrstu stig í Lengjubikarnum þetta árið en ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner