Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 03. mars 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Styttist í atvinnumennsku í Pepsi-deildinni
Úr leik í Pepsi-deildinni.
Úr leik í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Laun leikmanna í Pepsi-deildinni hafa vaxið hratt undanfarin ár. Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, hefur áður sagt að Fimleikafélagið sé orðið líkt atvinnumannafélagi. Hann segir að það styttist í að félög í Pepsi-deildinni kalli sig atvinnumannafélög.

„Það styttist í þetta. Þetta er orðið allt öðruvísi en þetta var fyrir tíu árum. Það eru miklu meiri kröfur í dag,“ sagði Jón Rúnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

„Þetta er alltaf spurning með skilgreiningu. Verður þú orðinn atvinnumaður þegar þú fær fimm milljónir á mánuði? Ég horfi á þetta þannig hvernig tíma þínum er varið. Einstaklingar eins og í okkar liði og í efstu deildarliðunum eru að eyða í þetta 800 klukkutímum á ári. Það þýðir að þetta er hálf vinna. Þá þarftu að vera í hálfu starfi með. Þá er spurningin hvoru megin ertu atvinnumaður, sem prentari til dæmis eða fótboltamaður.“

„Okkar strákar eru ekki atvinnumenn í sama skilningi og í Englandi og annars staðar. Þeir binda sig hins vegar í ákveðinn tíma, við eigum fyrsta rétt á öllum þeirra tíma. Þeir hafa lítið fjölskyldulíf eins og venjulegt fólk, frí eru ekki á venjulegum tíma og þar fram eftir götunum. Fótboltinn stjórnar þeirra lífi. Þannig tel ég að við séum nær því en ekki.“

„Þetta snýst ekki um það hvort menn séu með meira eða minna á mánuði. Það segir sig hins vegar sjálft að þeir þurfa að geta dregið fram stærsta hlutann af lífi sínu af þeim tekjum sem þeir fá þarna. Það er nefnilega gömul saga og ný að það vilja ekki margir atvinnurekendur hafa þessa menn í vinnu.“


Á sumrin æfa nokkur félög í Pepsi-deildinni í hádeginu og það á einnig við um einstaka æfingar að vetri til.

„Veturinn er aðeins öðruvísi en sumartíminn. Þegar tímabilið fer á fullt þá breytist takturinn hjá liðunum í Pepsi-deildinni. Sum lið æfa í hádeginu og þá þarf að hliðra til vinnu. Við stefnum óðfluga í það að vera allavega hálf atvinnumannadeild. Ég held að það sé stutt í að við getum sagt það hreint og beint út,“ sagði Sæmundur Friðjónsson, formaður Stjörnunnar.

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvað kostar að halda úti liði í Pepsi-deild karla?
Sjónvarpið: „Höfum aldrei gert knattspyrnudeildina út á lottómiða"
Sjónvarpið: Vilja halda ungum leikmönnum lengur á Íslandi
Sjónvarpið: Vilja nýjan þjóðarleikvang í Garðabæ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner