Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   lau 04. mars 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla: Ómetanlegt að hafa Söru í liðinu
Glódís er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Glódís er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum í 17 gráðum í dag, sól, rigning og ský til skiptis," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 í dag. „Við búumst samt við sól næstu þrjá daga," bætti Glódís við, en hún er þessa stundina stödd á Algarve-mótinu í Portúgal með íslenska landsliðinu.

Ísland er búið að spila tvo leiki á mótinu hingað til, en niðurstaðan úr þeim leikjum var 1-1 jafntefli gegn Noregi, þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands, og svo 2-0 tap gegn Japönum í gær. Ísland spilaði 3-4-3 í leiknum í gær.

„Við lendum í því fyrstu 20 mínúturnar að við erum ekki að ná tökum á varnarleiknum í nýja kerfinu okkar, en svo náum við að laga það og þá gengur okkur miklu betur," sagði Glódís um leikinn í gær.

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði í gær sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd. Hún hefur komist á lista yfir bestu miðjumenn í heimi, en Glódís segir að Sara sé fyrirmynd fyrir sig og hinar stelpurnar í hópnum.

„Sara er náttúrulega algjör fyrirmynd og algjör leiðtogi, bæði innan sem utan vallar. Hún hvetur okkur áfram, alltaf! Hún er þessi fyrirmynd, manni langar að vera eins og hún," segir Glódís um Söru.

„Hún æfir eins og geðsjúklingur og það hvetur okkur allar hinar að gera það sama. Það er ómetanlegt að vera með svona leikmann í liðinu sínu, sem er tilbúinn að gera allt fyrir liðið."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner