Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 12. mars 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Avni Pepa: Kosóvó getur komið Íslandi á óvart
Óvíst hvort hann verði með í leiknum
Avni Pepa í leik með ÍBV.
Avni Pepa í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tólf dagar eru í að Ísland mæti Kosóvó í undankeppni HM. Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, segist ekki vita ennþá hvort hann verði í leikmannahópi Kosóvó í leiknum.

Kosóvó er að taka þátt í undankeppni í fyrsta skipti en FIFA samþykkti aðild þjóðarinnar í fyrra. Avni hefur verið í hópnum hjá Kosóvó hingað til í undankeppninni en hann spilaði meðal annars allan leikinn í 6-0 tapi gegn Króatíu í október.

„Ég veit ekki hvort ég verði valinn. Aðrir leikmenn í hópnum eru að spila með stærri liðum en ég. Ég vonast til að vera valinn en við sjáum til," sagði Avni við Fótbolta.net í gær.

„Ég er ánægður með alla landsleiki sem ég spila og ég vonast til að spila. Ég þekki leikmenn í íslenska liðinu og vonast eftir að verða valinn."

Kosóvó er með eitt stig eftir fjóra leiki í riðlinum á meðan Ísland er með sjö. Avni er bjartsýnn á að Kosóvó geti náð að gera góða hluti í leiknum eftir tæpar tvær vikur.

„Ísland er vel skipulagt lið sem hefur spilað talsvert lengi saman. Við erum með nýtt lið og þetta tekur tíma fyrir okkur. Ég tel að við getum komið Íslandi á óvart."

Hér að ofan má sjá Pepa spjalla um leik Kosóvó og Íslands.

Hér að neðan má síðan sjá viðtal við hann um leik ÍBV og Leiknis R. í Lengjubikarnum í gær en þar fékk hann að líta rauða spjaldið.
Avni Pepa: Ég reyndi ekki að hitta í dómarann
Athugasemdir
banner
banner
banner