Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 12. mars 2017 16:23
Kristófer Kristjánsson
Lengjubikarinn: Grindavík afgreiddi Fram í fyrri hálfleik
Sam Hewson er nýkominn til Grindavíkur og hann spilaði í dag
Sam Hewson er nýkominn til Grindavíkur og hann spilaði í dag
Mynd: Grindavík
Grindavík 3 - 1 Fram
1-0 markaskorara vantar ('8)
2-0 markaskorara vantar ('22)
3-0 markaskorara vantar ('40)
3-1 markaskorara vantar ('41)

Grindavík mætti Fram í Reykjaneshöllinni í A deild Lengjubikarsins í dag.

Grindvíkingar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins áður en Framarar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik.

Það dugði þó engan veginn til og öruggur sigur Grindavíkur staðreynd sem situr nú efst í riðlinum með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Framarar hafa spilað tvo leiki og tapað þeim báðum en liðið tapaði gegn Þrótti í fyrstu umferðinni, 3-2.

Byrjunarlið Grindavíkur: Kristijan Jajalo (M), Hákon Ívar Ólafsson, William Daniels, Gunnar Þorsteinsson (F), Matthías Örn Friðriksson, Alexander Veigar Þórarinsson, Sam Hewson, Andri Rúnar Bjarnason, Rodrigo Gomes Mateo, Björn Berg Bryde, Aron Freyr Róbertsson

Byrjunarlið Fram: Atli Gunnar Guðmundsson (M), Sigurpáll Melberg Pálsson (F), Sigurður Þráinn Geirsson, Guðmundur Magnússon, Simon Kollerup Schmidt, Alex Freyr Elísson, Arnór Daði Aðalsteinsson, Kristófer Jacobson Reyes, Hogni Madsen, Indriði Áki Þorláksson, Benedikt Októ Bjarnason
Athugasemdir
banner
banner