Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 15. mars 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Ólafur Karl: Hef aðallega verið að spila Playstation
Ólafur Karl.
Ólafur Karl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvenær Ólafur Karl Finsen byrjar að spila með Stjörnunni á nýjan leik.

Ólafur Karl sleit krossband í hné gegn Víkingi R. í maí í fyrra en hann fór ekki í aðgerð fyrr en í ágúst. Í vetur hefur hann síðan verið í endurhæfingu.

„Ég hef reynt að gera eins og ég get en ég hef aðallega bara verið í Playstation," sagði Ólafur Karl við Fótbolta.net í dag en óvíst er hvenær hann snýr aftur inn á völlinn.

„Þetta verður að koma í ljós. Þú verður bara að tala við Friðrik (Ellert Jónsson, sjúkraþjálfara). Eins og þetta hefur verið þá er ekkert víst að ég komi inn fyrr en í lok móts."

Hinn 24 ára gamli Ólafur Karl var í algjöru lykilhlutverki þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti árið 2014. Ólafur skoraði þá ellefu mörk í Pepsi-deildinni en þar á meðal skoraði hann bæði mörkin gegn FH í lokaumferðinni.

Eftir sumarið var Ólafur Karl í ótrúlegu viðtali á Fótbolta.net þar sem hann fór yfir leiðina í áttina að titlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner