Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fim 16. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Tottenham vinnur pottþétt stóran titil
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tottenham er á góðri leið.
Tottenham er á góðri leið.
Mynd: Getty Images
„Ef við höldum þessum mannskap og höldum þessum þjálfara þá held ég að Tottenham vinni pottþétt stóran titil. Við gerum örugglega atlögu að enska bikarnum í maí,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

Jóhann Alfreð er harður stuðningsmaður Tottenham eins og félagi hans Björn Bragi Arnarsson en báðir eru þeir í uppistandshópnum Mið-Ísland.

„Þetta eru miklu skemmtilegri leikir núna en áður og stöðugleikinn er kominn. Tottenham hefur oft átt frábæra leiki undanfarin ár en svo hræðilega leiki inn á milli. Núna er þetta orðið alvöru lið sem hræðist engan. Þetta er ungt lið sem er samt komið með smá reynslu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að það geti orðið meistari. Mér finnst þetta Tottenham hafa spilað skemmtilegasta boltann í vetur,“ sagði Björn Bragi um Tottenham.

Besta tímabilið var eins og að vera kýldur í magann
Hjálmar Örn Jóhannsson tók undir með þeim. „Við eigum eftir að landa titli á næstu árum, ég held að það sé ekki spurning. Það vantar samt einn egó kall sem hristir upp í þessu. Einhvern sem er stór og mikill, týpu eins og Costa. Allir í liðinu eru góðir í fótbolta og góðir vinir en það vantar einhvern sem hefur unnið eitthvað alvöru,“ sagði Hjálmar.

Tottenham endaði í 3. sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrra eftir að hafa verið í titilbaráttu við Leicester fram á vor.

„Tímabilið í fyrra hefði undir eðlilegum kringumstæðum verið frábært en samt var þetta skrýtið. Tottenham var í fyrsta lagi að berjast við Leicester um titilinn. Leicester vann titilinn og allir fíluðu það nema Tottenham menn. Síðan kom tap gegn Newcastle í lokaumferðinni og Arsenal komst upp fyrir okkur. Þetta var skrýtið. Þetta var besta tímabil frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en samt leið manni eins og maður hefði verið kýldur í magann,“ sagði Jóhann Alfreð.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Athugasemdir
banner
banner
banner