Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Siggi Hlö spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Siggi Hlö.
Siggi Hlö.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Pogba verður í stuði samkvæmt spá Sigga.
Pogba verður í stuði samkvæmt spá Sigga.
Mynd: Getty Images
Sane skorar tvö gegn Liverpool samkvæmt spánni.
Sane skorar tvö gegn Liverpool samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Willum Þór Þórsson var með sex rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi fyrir viku síðan.

Útvarpsmaðurinn góðkunni Sigurður Hlöðversson spáir í leikina að þessu sinni.



WBA 2 - 2 Arsenal (12:30 á morgun)
Þetta ætti að verða auðveldur leikur fyrir Arsenal. WBA búnir að tapa tveimur í röð og Arsenal er að sogast frá 4. sætinu og verða að vinna. Ég spái jafntefli en bið til Guðs að WBA vinni leikinn :)

Crystal Palace 2 - 4 Watford (15:00 á morgun)
Slagsmálaleikur í neðri hlutanum. Palace að berjast fyrir sætinu sínu í deildinni. Líklega hundleiðinlegur leikur. Watford taka þetta í miklum markaleik.

Everton 0 - 1 Hull (15:00 á morgun)
Með sigri eiga Everton möguleika á skella sér fram úr mínum mönnum í United en það er aldrei að fara að gerast. Hull koma á óvart og skora sigurmark úr víti á 80. mínútu. Búmm núll-eitt.

Stoke City 0 - 4 Chelsea (15:00 á morgun)
Maður verður bara að viðurkenna það að það er ómögulegt að stöðva Chelsea á þeirri siglingu sem þeir eru á. Eina sem getur hjálpað Stoke er vanmat toppliðsins. Stoke reyndar verið á smá run-i og á góðum degi ættu þeir að ná jafntefli en þeir eru samt eitthvað svo sorry lið.

Sunderland 0 - 2 Burnley (15:00 á morgun)
Botnliðið á heimavelli verða trylltir en ég held að dagar þeirra í deild hinna bestu séu taldir að sinni. Burnley vinnur þægilegan 0-2 sigur.

West Ham 0 - 1 Leicester (15:00 á morgun)
Hamrarnir óheppnir. Leicester eru komnir með gamla sjálfstraustið og nú er fátt sem stöðvar þá í að bjarga andlitinu.
Þetta verður líklega mjög skemmtilegur leikur en ekki mörg mörk. Vardy skorar sigurmarkið.

Bournemouth 0 - 1 Swansea (17:30 á morgun)
Þó að maður hafi alltaf taugar með okkar manni þá er hans lið ekki alveg nógu gott. Held samt að ef þetta endar ekki jafntefli þá sigra Swansea en þetta er svokallaður sex stiga leikur. Bæði lið verða að vinna. Gylfi skorar ekki en á stoðsendinguna á Llorente. (Ég er með Llorente í Fantasy liðinu mínu hehehe).

Middlesbrough 1 - 3 Manchester United (12:00 á sunnudag)
Mínir menn eiga alltaf í erfiðleikum með "litlu" liðin. Verður hörkuleikur en við tökum þetta á reynslunni. Pogba kemur til með að þurfa aðeins að sanna sig fyrir okkur stuðningsmönnum og þarna er hann í dauðafæri. Ef hann skorar ekki þrennu þá mun hann koma við sögu í öllum þremur mörkum liðsins.

Tottenham 1 - 0 Southampton (14:15 á sunnudag)
Hér er alvöru leikur á ferðinni. Líður eins og annað hvort núll-núll leikur eða 5-4 leikur. Getur farið í allar áttir. Þetta endar sem heimasigur. Spurning hvaða áhrif meiðsli Harry Kane hafa á liðið en ég segi 1-0 og Alli skorar.

Manchester City 2 - 0 Liverpool (16:30 á sunnudag)
Liverpool verður að tapa þessum leik þó ég sé aldrei hlyntur því að veðja á að City vinni leiki. Vilji United blanda sér í 4. sæti deildarinnar þá væru það bestu úrslit helgarinnar að City vinni.
Mikil pressa á Guardiola eftir að detta úr Meistaradeildinni og þeir verða að sanna sig fyrir framan stuðningsmenn sína. Hins vegar hefur Liverpool gengið fáranlega vel gegn toppliðunum í vetur og City er ekkert að fara valta yfir þá. Held samt að 2-0 sé sanngjarn sigur í góðum leik. Sané með tvö.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Egill Helgason (6 réttir)
Helgi Björnsson (6 réttir)
Willum Þór Þórsson (6 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Hjálmar Örn (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner