fös 17. mars 2017 20:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Dramatískur sigur hjá Grindavík
William Daniels tryggði Grindavík sigur í lokin.
William Daniels tryggði Grindavík sigur í lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þróttur R. 2 - 3 Grindavík
0-1 Andri Rúnar Bjarnason ('5, víti )
1-1 Daði Bergsson ('11 )
2-1 Aron Dagur Heiðarsson ('67 )
2-2 Alexander Veigar Þórarinsson ('77 )
2-3 William Daniels ('90 )

Grindavík hafði betur gegn Þrótti Reykjavík í Lengjubikarnum í dag, en leikurinn fór fram á Þróttaravelli.

Grindvíkingar komust yfir eftir fimm mínútna leik þegar Andri Rúnar Bjarnason skoraði úr vítaspyrnu. Forysta Grindavíkur entist þó ekki lengi þar sem Daði Bergsson jafnaði fyrir Þrótt á 11. mínútu.

Staðan í hálfleik var 1-1, en um miðjan seinni hálfleikinn komst Þróttur yfir. Þá skoraði hinn efnilegi Aron Dagur Heiðarsson, en hann er sonur Heiðars Helgusonar, fyrrum landsliðsframherja.

Leikmenn Grindavíkur létu þetta ekki á sig fá og gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. Alexander Veigar Þórarinsson jafnaði á 77. mínútu og undir lokin tryggði William Daniels sigurinn.

Byrjunarlið Þróttar R. Arnar Darri Pétursson (m), Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Hreinn Ingi Örnólfsson, Vilhjálmur Pálmason, Aron Þórður Albertsson, Emil Atlason, Brynjar Jónasson, Hlynur Hauksson, Finnur Ólafsson, Daði Bergsson, Rafn Andri Haraldsson.

Byrjunarlið Grindavíkur: Maciej Majewski (m), Hákon Ívar Ólafsson, Gunnar Þorsteinsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Sam Hewson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Magnús Björgvinsson, Andri Rúnar Bjarnason, Marínó Axel Helgason, Rodrigo Gomes Mateo, Björn Berg Bryde.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner