Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. mars 2017 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Víkingur R. kláraði Gróttu
Geoffrey Castillion skoraði fyrir Víkinga.
Geoffrey Castillion skoraði fyrir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Víkingur R. 3 - 2 Grótta
1-0 Jökull Þorri Sverrisson ('6 )
2-0 Geoffrey Wynton Mandelano Castillion ('60 )
3-0 Vladimir Tufegdzic ('65 )
3-1 Pétur Steinn Þorsteinsson ('70 )
3-2 Aleksandar Alexander Kostic ('90 )

Víkingur úr Reykjavík marði Gróttu í leik í Lengjubikarnum í kvöld. Leikurinn var í Riðli 1 í A-deild, en hann var spilaður Víkingsvelli.

Víkingur komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar Jökull Þorri Sverrisson skoraði. Staðan var 1-0 fyrir Víkingum í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum opnaði hollenski framherjinn Geoffrey Castillion markareikning sinn fyrir Víking áður en Vladimir Tufegdzic, Túfa, bætti við öðru marki og kom Víkingi í 3-0.

Grótta, sem spilar í Inkasso-deildinni í sumar, náði að minnka muninn með tveimur mörkum, en lengra komust þeir þó ekki og lokatölur 3-2, Víkingum í vil.

Byrjunarlið Víkings R: Kristófer Karl Jensson (m), Milos Ozegovic, Alex Freyr Hilmarsson, Muhammed Mert, Örvar Eggertsson, Arnþór Ingi Kristinsson, Alan Alexander Lowing, Geoffrey Wynton Mandelano Castillion, Davíð Örn Atlason, Halldór Smári Sigurðsson, Jökull Þorri Sverrisson,

Byrjunarlið Grótta: Hákon Rafn Valdimarsson (m), Guðmundur Marteinn Hannesson, Andri Þór Magnússon, Pétur Theódór Árnason, Aleksandar Alexander Kostic, Halldór Kristján Baldursson, Agnar Guðjónsson, Bjarni Rögnvaldsson, Viktor Smári Segatta, Viktor Smári Segatta, Sigurvin Reynisson.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner