Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 22. mars 2017 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Selfoss á toppinn eftir sigur gegn ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 1 - 0 ÍBV
1-0 Alfi Conteh Lacalle ('54)
Rautt spjald: Hallgrímur Þórðarson, ÍBV ('76)

Selfoss hafði betur gegn ÍBV í toppbaráttu riðils 2 í A-deild Lengjubikarsins.

Leikurinn var nokkuð jafn samkvæmt tölfræði frá Úrslit.net en Alfi Conte Lacalle gerði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik.

Eyjamenn misstu Hallgrím Þórðarson af velli og þurftu að spila síðasta stundarfjórðung leiksins manni færri.

Þetta var síðasti leikur beggja liða í riðlakeppninni, en Selfoss lýkur keppni með tíu stig á og fer í 8-liða úrslitin á meðan Eyjamenn sitja eftir með sjö. KR er einnig með sjö stig og leik til góða, á heimavelli gegn Leikni R.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner