Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   lau 25. mars 2017 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð: Maður gengur um á skýjum
Alfreð Finnbogason er allur að koma til.
Alfreð Finnbogason er allur að koma til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var náttúrulega frábært. Það er frábær tilfinning að vera aftur kominn á völlinn og það skemmdi ekki fyrir að ná að skora," sagði Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í Þýskalandi, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 í dag.

Alfreð spilaði á fimmtudag æfingaleik með Augsburg gegn Greuther Fürth. Alfreð skoraði mark Augsburg með þrumuskoti á 18. mínútu leiksins, en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Þetta var fyrsti leikur Alfreðs síðan í október en þá fór hann af velli í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM. Alfreð hefur síðan þá verið að glíma við þrálát nárameiðsli.

Hann var ekki í landsliðshópnum sem mætti Kosóvó í gær vegna þessara meiðsla. Hann horfði þó á leikinn og sá liðsfélaga sína í landsliðinu vinna Kosóvó.

„Ég náði að horfa á leikinn. Hann var mjög stressandi, en þetta var svona eins og maður bjóst við, að þetta yrði erfitt. Það var mjög mikilvægt að taka þrjú stig," sagði Alfreð um þennan 2-1 sigur Íslands.

Vikan hefur verið góð fyrir Alfreð. Hann eignaðist dóttur, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma og sá landsliðið vinna Kosóvó í gær.

„Þetta var mjög góð vika fyrir mig og mína fjölskyldu; maður gengur um á skýjum hérna," sagði Alfreð

Hér í spilaranum að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner