Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   mán 03. apríl 2017 07:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Rúnar Alex: Gaf ekki tækifæri á að setja mig á bekkinn
Rúnar Alex.
Rúnar Alex.
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex í leik í dönsku úrvalsdeildinni.
Rúnar Alex í leik í dönsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið að standa sig mjög vel hjá danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland. Liðið hefur verið á flottu skriði með Íslendinginn sjóðheitan í markinu.

Þessi 22 ára uppaldi KR-ingur, sem er sonur Rúnars Kristinssonar, var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina.

„Ef við horfum frá topp 5 deildum Evrópu þá erum við með yngsta lið í Evrópu. Við höfum verið í uppbyggingu í þessu tímabili. Við byrjuðum illa og fengum ekki mörg stig. Núna erum við farnir að sjá árangur," segir Rúnar Alex en Nordsjælland náði að enda í topp sex og komast í efsta riðil þegar dönsku deildinni var skipt upp í síðasta mánuði.

Tímabilið hefur verið tröppugangur fyrir liðið. Reynsluleysi leikmanna gerði það að verkum að illa gekk að klára leiki þegar staðan var vænleg í upphafi en þegar liðið hefur á tímabilið hafa þroskamerki komið í ljós.

Það er ekki sjálfsagt að vera markvörður númer eitt hjá Nordsjælland því þar er samkeppnin mikil.

„Ég var óheppinn að meiðast fyrir áramót og þá einmitt datt liðið á þetta skrið sem það er í raun enn á. Svo meiðist hinn markvörðurinn og ég fæ tækifærið aftur," segir Rúnar Alex sem ekki hefur litið til baka síðan.

Nordsjælland hefur fjóra spennandi markverði. Auk Rúnars eru það Indy Groothuizen, hollenskur unglingalandsliðsmaður frá Ajax, Svíinn Patrik Carlgren sem var aðalmarkvörður AIK en hann kom í janúar og svo ungur uppalinn strákur sem leikið hefur með unglingalandsliðum Dana.

„Þegar Patrick kom þá var hann ekki í svo góðu formi. Ég stóð mig í raun það vel að ég gaf þjálfaranum ekki tækifæri á því að taka mig úr liðinu. Það hefði alltaf verið samkeppni, sama hver hefði verið að spila. Við erum allir að pressa á hvern annan. Það sem gerir lið góð er þegar það er samkeppni um allar stöður."

Rúnar Alex var spurður að því hvernig það væri að vera hluti af þessu unga liði Nordsjælland.

„Þetta er allt mjög „professional" hérna. Stærstur hluti leikmanna drekkur ekki eða drekkur mjög lítið, það er ekkert þannig dæmi í gangi. Menn þekkjast margir hverjir mjög vel og menn hafa verið saman í liði lengi. Ég var bara hálft ár með U19 liðinu hérna en samt eru um tíu strákar sem ég var með þar. Menn þekkjast mjög vel og það er ótrúlega gaman að mæta á æfingar meðan vel gengur," segir Rúnar Alex.

Það er ákveðin krísa í danska boltanum varðandi mætingu á völlinn. Allir leikir eru sýndir í sjónvarpi en dregið hefur verulega úr áhorfendafjölda á völlunum.

„Það er leiðinlegt að segja það en það er í raun lélegt hvað fólk er óduglegt að mæta. Á heimaleikjum er oft svipaður fjöldi eða jafnvel færri en voru á KR-vellinum þegar ég var að spila þar. Maður öfundar menn í Svíþjóð til dæmis að spila fyrir framan troðfulla velli."

Rúnar Alex er auðvitað farinn að gera sterkt tilkall í A-landsliðið og sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hreint út þegar síðasti hópur var opinberaður að hann hafi verið ansi nálægt hópnum.

„Auðvitað vil ég vera í landsliðinu, það segir sig sjálft, en maður verður að sýna skilning á því að það eru þrír góðir markverðir í hópnum sem eru að spila. Það er kannski engin ástæða til að vera að breyta, nema ef menn ætla að hugsa út í framtíðina. Ég verð tilbúinn þegar kallið kemur," segir Rúnar Alex.

Hann viðurkennir að hafa verið svekktur yfir því að vera ekki í síðasta hópi. Þar á meðal vegna þess að á meðan hann var að spila í dönsku deildinni voru varamarkverðirnir báðir á undirbúningstímabili.

„Ég skal alveg viðurkenna það að ég var svekktur. Ég var að spila á þessum tímapunkti og var ánægður með hvernig ég stóð mig í Kína (í vináttuleikjum í byrjun árs) en ég verð að sýna þessu skilning. Það er ekkert biluð ástæða til að breyta."

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner