Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 04. apríl 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Stefán Árni spáir í leiki vikunnar á Englandi
Stefán Árni Pálsson.
Stefán Árni Pálsson.
Mynd: Úr einkasafni
Manchester City vinnur Chelsea á útivelli samkvæmt spánni.
Manchester City vinnur Chelsea á útivelli samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Rashford tryggir Manchester United sigur í kvöld samkvæmt spá Stefáns.
Rashford tryggir Manchester United sigur í kvöld samkvæmt spá Stefáns.
Mynd: Getty Images
Sveppi var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi en hann spáði meðal annars hárrétt fyrir um 2-2 jafntefli Arsenal og Manchester City.

Að þessu sinni er það stjörnublaðamaðurinn Stefán Árni Pálsson á Vísi sem spáir í leikina.



Burnley 0 - 0 Stoke City (18:45 í kvöld)
Þessi leikur fer jafntefli og ég efast um það að það verði skoruð mörk. Þetta verður sennilega einn af þremur leiðinlegustu leikjum tímabilsins.

Leicester City 2 - 0 Sunderland (18:45 í kvöld)
Leicester er svona nett komið í gang og þeir misstíga sig ekki á heimavelli gegn Sunderland. Þetta verður þægilegur 2-0 sigur.

Watford 2 - 3 West Bromwich Albion (18:45 í kvöld)
Þetta verður hörkuleikur og ég held að þetta verði skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Ég hef ekkert fyrir mér í því, held það bara. Svakalega dramatískur sigur WBA á lokamínútum leiksins.

Manchester United 1 - 0 Everton (19:00 í kvöld)
Manchester United gerir ekki enn eitt jafntefli á heimavelli að þessu sinni og ná í sigur. Leikurinn er 1-0 og verður æsispennandi alveg til loka. Eina mark leiksins skorar Rashford.

Arsenal 1 - 3 West Ham United (18:45 á morgun)
Það er eitthvað leiðinlegt í gangi í herbúðum Arsenal og ég held hreinlega að liðið tapi fyrir West Ham á heimavelli. Nokkuð viss um að Wengerout menn fái sína ósk uppfyllta í lok tímabils.

Hull City 2 - 1 Middlesbrough (18:45 á morgun)
Þetta er án efa mikilvægasti leikur umferðarinnar og verða bæði lið gjörsamlega að vinna. Hull hefur þetta að lokum, en hvorugt liðið getur haldið hreinu. Þetta verður naglinn í líkkistu Middlesbrough.

Southampton 0 - 0 Crystal Palace (18:45 á morgun)
Leikur sem nær aldrei neinu flugi og fer jafntefli og við fáum ekki að sjá eitt einasta mark.

Swansea City 0 - 2 Tottenham Hotspur (18:45 á morgun)
Gylfi að mæta sínum fyrrum liðsfélögum. Hann verður væntanlega vel gíraður og mun vera atkvæðamestur í liði Swansea, en það verður ekki nóg. Spurs vinnur þennan leik nokkuð auðveldlega, 2-0 eða 3-0. Vonandi skorar Sigurðsson samt.

Chelsea 1 - 2 Manchester City (19:00 á morgun)
Þarna kemur smá líflína í baráttuna um enska meistaratitilinn. Manchester City mun vinna þennan leik, og það á útivelli. Spurning hvort það komi einhver spenna á lokasprettinum, ég efast reyndar um það.

Liverpool 4 - 0 AFC Bournemouth (19:00 á morgun)
Liverpool verður ekki í neinum vandræðum í þessum leik og vinnur 4-0 sigur. Þetta verður einn af þessum góðu leikjum hjá Klopp og drengjunum hans en þeir tapa strax aftur næsta leik.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Egill Helgason (6 réttir)
Helgi Björnsson (6 réttir)
Willum Þór Þórsson (6 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Siggi Hlö (4 réttir)
Sveppi (4 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Hjálmar Örn (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner